Aðgengismál

Aðgengismál

Seltjarnarnesbær hefur hlotið vottun frá fyrirtækinu Sjá ehf. og Öryrkjabandalaginu um að vefurinn www.seltjarnarnes.is standist kröfur um aðgengi fyrir fatlaða. Vefur Seltjarnarness hefur fengið bæði vottun fyrir forgang 1 og 2 og er fyrsta sveitarfélagið á Íslandi til þess að fá slíka vottun. Forgangur 1 er lágmarkskrafa um aðgengi fatlaðra að vef en til að fá forgang 2 þarf að uppfylla mun fleiri skilyrði.

Aðgengisvottun 1 Aðgengisvottun 2

 

Það sem gert hefur verið til að bæta aðgengið á vefnum er meðal annars:

  • Hægt er að skoða allt efni vefsins í skjálesurum en þá nota blindir og sjónskertir.
  • Hægt er að stækka og minnka letrið á skjánum.
  • Hægt er að breyta um bakgrunnslit fyrir sjónskerta og/eða lesblinda.
  • Hreyfihamlaðir geta vafrað um vefinn án þess að nota músina.
  • Öll tenglaheiti eru skýr.
  • Allar skammstafanir hafa annaðhvort verið teknar út eða eru með útskýringu.
  • Allar myndir hafa útskýringatexta (alt texta).
  • Öll viðhengi eru útskýrð. Til dæmis kemur fram tegund og stærð skjals og hvort að það sé aðgengilegt í skjálesara.
  • Sum eyðublöð hafa verið útbúin fyrir skjálesara
  • Vefurinn virkar án javascripta.

 

Vottun vefráðgjafarfyrirtækisins Sjá byggist á gátlistanum WAI (Web Accessibility Initiative) hefur verið uppfærður miðað við nýjustu útgáfu sem er alþjóðlegur staðall fyrir aðgengi á Netinu. Sjá hefur í samvinnu við Öryrkjabandalag Íslands sniðið listann að íslenskum aðstæðum og hefur hann verið prófaður af notendum með margs konar fötlun.

 


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: