Fréttir

Listavika Bókasafnsins  - 21/9/09

Fyrsta október hefst Listavika í Bókasafni Seltjarnarness. Þetta er fyrsta Listavika bóka­safnsins og stendur hún frá 1. - 10. október,

Lesa meira

Uppskeruhátíð Sumarlesturs - 21/9/09

 

uppskera09 A

Uppskeruhátíð Sumarlesturs 2009 var haldin þann 17. september í Eiðisskeri, sal Bókasafns Seltjarnarness.  Þar tóku þátttakendur á móti verðlaunum, viðurkenningum og skemmtu sér saman. Allir fengu viðurkenningaskjal, lestrardagbók, bókamerki og lukkumiða en bókaverðlaun voru fyrir þá sem skiluðu flestum lestrarmiðum. Farið var yfir verkefnið í heild og lesnar tvær skemmtilegar sögur.  

uppskera09 B

 

Í fyrstu verðlaun var bókin Garðurinn eftir Gerði Kristnýju en í önnur og þriðju verðlaun var bókin Heitur snúður með glassúr eftir Gunnstein Ólafsson.  Allir skemmtu sér vel, frábær mæting hjá þátttakendum og margir

foreldrar voru uppskera09 C med txtmættir til að fylgjast með.  

 

Myndin efst til vinstri:

1. verðlaun  Aurora Erika 

2. – 3. verðlaun Aron Flavio

 

Efri myndin til hægri:

2. – 3. verðlaun.  Baldur Örn með verðlaunin sín ásamt Sigríði barnabókaverði.

 

Neðri mynd til hægri:

Séð yfir hópinn

 

 

Sýning - verðlaunateikning hjúkrunarheimilisins - 1/7/09

hjukrunarheimiliSamkeppni fór fram um hjúkrunarheimili sem rísa mun við Seltjarnarneskirkju. Dómnefnd valdi bestu tillöguna og var tilkynnt um valið 1. júlí. Fimm ráðgjafahópar sendu inn tillögur. Dómnefnd valdi bestu teikninguna. Verðlaunatilllagan kom frá Arkís, Hniti og Landarki. Tillögurnar eru til sýnis á Bókasafni Seltjarnarness í júlí á opnunartíma safnsins. Safnið er opið frá 10:00 - 19:00 virka daga.


Afgreiðslutímar

Afgreiðslutími


     
Mánudaga   10:00-19:00    
Þriðjudaga   10:00-19:00    
Miðvikudaga   10:00-19:00    
Fimmtudaga   10:00-19:00    

Föstudaga

 

 10:00-17:00

   
       

Upplýsingar

Samskrá íslenskra bókasafna. Hægt að sjá hvaða gögn eru til og hvar, t.d. hér á
Bókasafni Seltjarnarness

Landsaðgangur að rafrænum gagnasöfnum og tímaritum

 

Hér er hægt að lesa og fletta í yfir 230 blöðum og tímaritum frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi