Útlánareglur

Útlánareglur

- Breytingar á lánum og pöntunum á 14 daga bókum.


Við vekjum athygli lánþega á að nú er hægt að  panta nýútkomnar bækur á skammtímaláni.  

Eitt eintak af hverri vinsælli, nýrri bók, lendir þó alltaf í hillu, þannig að „fyrstur kemur, fyrstur fær“ er í fullu gildi.

Haft að hámarki þrjár 14 daga bækur í láni í einu.

Haft að hámarki þrjár 14 daga bækur í pöntun í einu.

Þetta er gert til þess að fleiri fái tækifæri til að lesa nýjustu bækurnar.

Megnið af safnkosti Bókasafns Seltjarnarness er til almennra
útlána að undanskildum handbókum og hluta tímarita.

-Sýna þarf persónuskilríki við kaup á skírteini.
-Lánþegi skal framvísa skírteini sínu í hvert sinn
sem safnefni er fengið að láni.

Bókasafnsskírteinin gilda einnig í Borgarbókasafni og
Bókasafni Mosfellsbæjar og má skila safnefni í þeim söfnum
.

Skírteinin gilda í 1 ár.
Endurnýja þarf lánþegaskírteini einu sinni á ári.
Yngri en 18 ára, ellilífeyrisþegar og öryrkjar fá skírteini endurgjaldslaust.
Yngri en 12 ára þurfa skriflega ábyrgð foreldris eða forráðamanns.
Ábyrgðareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu bókasafnsins, eins má fylla út eyðublað hér af vefnum og skila til safnsins. Sjá Eyðublöð hér vinstra megin á síðunni undir Útlánareglur.
Skírteinishafi (eða ábyrgðarmaður hans) ber ábyrgð á öllum
gögnum sem skráð eru á hans nafn.

Lánstími safnefnis er yfirleitt 30 dagar, nema annars sé getið.
Geisladiskar með tónlistarefni eru yfirleitt lánaðir í 14 daga.
Myndbönd eru lánuð í 2 daga, fræðslumyndir í 7 daga.
Fyrir hvern umfram dag greiðist sekt samkvæmt gjaldskrá.
Endurnýja má lán 2svar sinnum, ef engin pöntun liggur fyrir.
Hægt er að endurnýja í safninu, á leitir.is eða í gegnum síma.
Hægt er að panta efni sem er í útláni á safninu, gegnum síma og á leitir.is. Pantanir eru geymdar í einn sólarhring eða 24 tíma (virka daga).

Glatist eða skemmist safnefni í vörslu lánþega greiðir hann
andvirði þess.
Lánþega ber að tilkynna til bókasafnsins ef skírteini glatast.
Ef skírteini glatast kostar 600 kr. að fá nýtt.


Afgreiðslutímar

Afgreiðslutími


     
Mánudaga   10:00-19:00    
Þriðjudaga   10:00-19:00    
Miðvikudaga   10:00-19:00    
Fimmtudaga   10:00-19:00    

Föstudaga

 

 10:00-17:00

   
       

Upplýsingar

Samskrá íslenskra bókasafna. Hægt að sjá hvaða gögn eru til og hvar, t.d. hér á
Bókasafni Seltjarnarness

Landsaðgangur að rafrænum gagnasöfnum og tímaritum

 

Hér er hægt að lesa og fletta í yfir 230 blöðum og tímaritum frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi