Fyrir kennara

Bókasafn Seltjarnarness leggur áherslu á gott samstarf við kennara á öllum skólastigum.  

Safnkynning: Bókasafnið býður upp á safnkynningu fyrir nemendur og kennara 4. bekkjar Grunnskóla Seltjarnarness. Tilgangurinn með safnkynningum fyrir skólanema er að þeir læri að þekkja almenningsbókasafnið sitt þannig að það nýtist þeim sem best í leik og starfi.
Safnkynningin tekur um hálftíma. Í henni felst:

·         Kynning í Eiðisskeri (sal bókasafnsins)

·         Farið yfir reglur bókasafnsins

·         Bókasafnsskírteini

·         Sjálfsafgreiðsla

·         Skipulag barnadeildar

·         Kynning á safnkosti

·         Gengið með nemendum um bókasafnið

·         Nemendur fá að sjá vinnusvæði starfsfólks   

Hafið samband í síma 5959170 eða á netfangið sirry@nesid.is

Leikskólabörn: Bókasafn Seltjarnarness býður í vetur upp á þjónustu við leikskólabörn.  Tímasetning heimsókna á haustmisseri verður á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 10 frá þriðjudeginum  2. október. Panta verður heimsókn með minnst eins dags fyrirvara í síma 5959170 eða á póstfangið sirry@nesid.is  Staðfesting verður send ef pantað er á póstfangið. Tiltaka skal fjölda og aldur barnanna þegar pantað er. 

Sögustund (15 til 20 mín.) Upplestur eða upplestur/skyggnur                  


Börn og ungt fólk