Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir

Fyrirsagnalisti

BARNAMENNINGARHÁTÍÐ SELTJARNARNESS 27. apríl 2017 - 18.4.2017

Barnamenningarhátíð 2017

BARNAMENNINGARHÁTÍÐ SELTJARNARNESS

Blásið verður til Barnamenningarhátíðar Seltjarnarness fimmtudaginn 27. apríl og eru allir boðnir velkomnir. Hátíðin fer fram á Eiðistorgi, í Bókasafninu og Gallerí Gróttu en um eitt hundrað börn koma fram á hátíðinni eða leggja henni lið á einn eða annan máta. 


Hátíðin hefst með formlegum hætti þegar sýningin Þetta vilja börnin sjá! Verður opnuð í Gallerí Gróttu kl. 10 um morguninn. Þar getur að líta myndir eftir 24 myndskreyta úr 32 barnabókum sem komu út árið 2016. Frá klukkan 15 verður hægt að fylgjast með 3D prentun frá Hlutprent í Bókasafinu og á sama tíma hefst þar Vísindasmiðja Háskóla Íslands og stendur til kl. 17. Í Gallerí Gróttu verður svo hægt að fylgjast með blöðrulistamanni leika listir sínar frá kl. 17.


Megin hátíðardagskráin verður á Eiðistorgi frá kl. 17Lesa meira

Lokað um páskana frá 13. - 17. apríl. - 11.4.2017

Paskar

Lokað verður um páskana í Bókasafni Seltjarnarness frá 13. apríl til 17. apríl. Opnum aftur þriðjudaginn 18. apríl.


GLEÐILEGA PÁSKA :)Skriftir á Bókmenntakvöldi þriðjudaginn 4. apríl kl. 19:30 - 28.3.2017

Bókmenntakvöld - Skriftir eftir Pétur GunnarssonPétur Gunnarsson rithöfundur kemur og les upp úr og fjallar um bók sína Skriftir, örlagagletta.

Pétur Gunnarsson er hér persónulegri en áður – og lýsir ekki aðeins fyrstu skrefum sínum inn á ritvöllinn heldur líka viðkvæmum mótunarárum þegar sjálfsvitundin tekur heljarstökk, hormónarnir fara á flug og allir strengir titra.

Hér er það lífið sjálft, hversdagurinn í öllum sínum hátíðleika, sem verður honum að yrkisefni.

Allir eru velkomnir og viðburðurinn er ókeypis.

S H I F T  –  FJÖLBREYTT HÖNNUN Í GALLERÍ GRÓTTU Á HÖNNUNARMARS OPNUN MIÐVIKUDAGINN 22. MARS KL. 17 - 17.3.2017

Hönnunarmars 2017 boðskort

Fimm íslenskir og sex skoskir hönnuðir koma í fyrsta sinn saman í nýrri, tilraunakenndri sýningu sem verður opnuð í Gallerí Gróttu á Seltjarnarnesi miðvikudaginn 22. mars kl. 17. Sýningin ber yfirskriftina SHIFT og er á dagskrá HönnunarMars. 

Lesa meira

Dagskrá Bókasafnsins í mars - 16.2.2017

Eldhúsdagar 13. mars 2017

7. mars Bókmenntakvöld kl. 19:30 
8. mars Sögustund kl. 17:30
8. mars Upplestrarkvöld í samstarfi við Árnastofnun kl. 20:00 
9. mars Tónstafir kl. 17:30
13. mars Eldhúsdagar kl. 17:30
22. mars Gallerí Grótta – Sýningaropnun kl. 17:00


Lesa meira

Matarsóun á Eldhúsdögum í Bókasafni Seltjarnarness - 10.2.2017

Eldhúsdagar 13.02.17Hvað fara margar vinnustundir í ruslið? Rakel Garðarsdóttir, höfundur bókarinnar Vakandi veröld, ástaróður og baráttumanneskja fyrir bættum heimi leiðir gesti í allan sannleika um matarsóun og hversu mikið af okkar dýrmæta tíma fer beint í ruslið!

Febrúar dagskrá - 6.2.2017

Dagskrá Bókasafns Seltjarnarness 7. - 9. febrúar


7. febrúar Bókmenntakvöld kl. 19:30

Sigríður Hagalín fjallar um og les upp úr bók sinni Eyland.

 

8. febrúar Sögustund kl. 17:30

Sögustund fyrir yngstu börnin. Lesin verður sagan Stór skrímsli gráta ekki.  Höfundur: Áslaug Jónsdóttir.

 

9. febrúar kl. 17:00 - Gallerí Grótta – Sýningaropnun

Stefán Boulter opnar málverkasýningu sína. Sýningu lýkur 10. marsUm safnið