Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir

Bókasafn Seltjarnarness 130 ára

17.11.2015

Bókasafn Seltjarnarness 130 ára
Vegleg veisluhöld verða í Bókasafni Seltjarnarness á 130 ára afmæli þess, en stofnun safnsins er rakin til fyrsta fundar Lestrarfélags Framfarafélags Seltirninga, sem haldinn var 21. nóvember 1885. Afmælishátíðin verður föstudaginn 20. nóvember en viðburðir tengdir bókmenntum verða í boði í safninu út næstu viku.

Sjálf afmælisveislan verður föstudaginn 20. nóvember kl. 15-17 þar sem góðir gestir koma í heimsókn en heiðursgestur dagsins er Pálína Magnúsdóttir borgarbókavörður og fyrrum forstöðumaður Bókasafns Seltjarnarness. Auk hennar flytja ávörp  Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður, Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri og Soffía Karlsdóttir sviðsstjóri menningar- og samskiptasviðs Seltjarnarness. Í bókasafninu verður sýning á gömlum ljósmyndum úr fórum Bókasafnsins og hinir gömlu safngripir Lestrarfélagsins verða dregnir fram í dagsljósið. Félagar úr Selkórnum syngja kl. 16 og Anni Rorke leikur á píanó kl. 16:30. Afmæliskaka verður í boði frá kl. 15 fyrir gesti og gangandi. Gestir sem taka bækur að láni þennan dag lenda í verðlaunapotti og geta unnið eina af nýju jólabókunum.


Skoða dagskrá á: 

Senda grein

Um safnið