Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir

Á döfinni í sumar á Bókasafni Seltjarnarness  

11.5.2017

Sumarlestur Bókasafns Seltjarnarness
Aldur: 6 – 12 ára Tímabil: 22. maí – 6. september

Sumarlestur. Allt sem þarf að gera er að skrá lesnar bækur á lestrarblöð. Þar á að tiltaka titil bókar, blaðsíðufjölda og skrifa stutta umsögn um bókina. Eftir hverja lesna bók fá allir broskarl og stimpil bókasafnsins.

Söguhetjan heitir? Þekkir þú söguhetjur úr barnabókum?

Fjögur föstudagsverðlaun dregin út fjóra föstudaga í júní og ágúst.
Uppskeruhátíð verður haldin þriðjudaginn 12. september kl. 17:00.
Sumarlestur 2017


Er SAGA á bak við alla SKAPAÐA hluti?  - Ritsmiðja með Þorgrími Þráinssyni

Í júní býður Bókasafn Seltjarnarness upp á einstaka ritsmiðju með Þorgrími Þráinssyni undir yfirskriftinni „Er SAGA á bak við alla SKAPAÐA hluti?“ Þorgrímur hefur áratuga reynslu af skapandi vinnu með unglingum og nýtur mikillar hylli sem slíkur.

Í námskeiðinu spyr hann: „Leynist ekki saga á bak við alla krakka, hvert hús og hvern einasta hund? Fuglarnir, blómin og meira að segja fötin okkar hafa sögu að segja. Það er í alvörunni saga á bak við alla skapaði hluti og það geta allir skrifað sögur - langar eða stuttar.“

Rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson hefur reglulega haldið námskeið í ritlist fyrir börn sem fullorðna og hvatt þau til að virkja ímyndunaraflið. Til að skrifa sögu þarf fræðslu, næði, frjótt ímyndunarafl og smávegis af hugrekki. Þorgrímur segir frá því hvernig hann skapar persónur, spinnur söguþráð og á námskeiðinu mun hann virkja börn og unglinga til verka. Unnið verður bæði á bókasafninu og í náttúrunni. 

Námskeiðið er ætlað börnum frá 9-13 ára sem búsett eru á Seltjarnarnesi og á höfuðborgarsvæðinu. 
Skráning fer fram á heimasíðunni Seltjarnarness undir Mínar síður.
Námskeiðið fer fram dagana 19. – 23. júní frá kl. 9 - 13 og er ein nestispása þar sem börnin borða eigið nesti. Ritsmiðjan er ætluð börnum og unglingum fæddum 2004 til 2008, en ekki er tekið strangt á aldurstakmörkum. Hámarksfjöldi á námskeiðið eru 20 börn. Námskeiðsgjaldið er kr. 7.500,-Ritsmiðja með Þorgrími Þráinssyni 2017


LOKAÐ:
Vegna framkvæmda verður Bókasafn Seltjarnarness lokað frá 24. júní til 7. ágúst.
Opnað verður aftur þriðjudaginn 8. ágúst. Safngestum er bent á þjónustu útibúa Borgarbókasafns og Bókasafn Mosfellsbæjar þar sem safnkortið fyrir Seltjarnarnes gildir einnig. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Senda grein

Um safnið