Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir

Dagskrá í september

29.8.2017

7. september kl. 17:00

Gallerí Grótta - Sýningaropnun

Myndlistarhópurinn IYFAC opnar sýninguna Ég sagði það áður en þú gast sagt það í Gallerí Gróttu kl. 19.00 þann 7. september næstkomandi. Sýnendur eru Halla Birgisdóttir, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Ragnheiður Maísól Sturludóttir, Sigrún Hlín Sigurðardóttir og Steinunn Lilja Emilsdóttir. Verkin á sýningunni eru unnin út frá vangaveltum um þungann og merkinguna í hversdagslegum hlutum og djúpstæða þörf fyrir að átta sig á öllu því sem smátt er í von um að fá botn í hið stóra. Gjörningur verður fluttur við opnunina og einnig verður boðið upp á léttar veitingar. Sýningin mun standa yfir í mánuð og eru allir velkomnir.

Sjá nánar á: https://www.facebook.com/events/1883645031962400/

Sýningu lýkur 7. október

 

8. september 09:00 - 17:00

Bókasafnsdagurinn - Rafbókasafnið

Þann 8. september 2017 verður Bókasafnsdagurinn haldinn hátíðlegur í áttunda sinn á bókasöfnum um land allt. Markmið dagsins er að vekja athygli á því góða starfi sem unnið er á öllum tegundum safna og mikilvægi þeirra fyrir lýðræðissamfélagið.

Markmið dagsins er tvíþætt:

1.       Að vekja athygli á mikilvægi bókasafna í samfélaginu

2.       Vera dagur starfsmanna safnanna.


Dagskrá:

09:00 Rafbókasafnið:

Í tilefni dagsins býður Bókasafn Seltjarnarness upp á kynningu á Rafbókasafninu kl. 09:00. Sunna Björk og Elínborg starfsmenn Borgarbókasafns koma og kynna Rafbókasafnið fyrir elstu nemendum Valhúsaskóla og öðrum þeim sem hafa áhuga á að fræðast meira um þessa langþráðu viðbót í bókasafnaflóruna. 

Líkt og á öðrum bókasöfnum er safnkosturinn fjölbreyttur, en þar má finna skáldverk, fræðirit og rit almenns efnis, bæði nýtt efni og klassík. Meginhluti efnisins er á ensku og í formi rafbóka, en hlutur hljóðbóka fer ört vaxandi, enda njóta þær sérlegra vinsælda. Vonir standa til að á þessu ári muni íslenskar raf- og hljóðbækur bætast í hópinn.


Rafbækurnar má ýmist lesa á vef safnsins, rafbokasafnid.is, eða á snjalltækjum í gegnum Overdrive-appið. Þannig geta lesendur notað hvert tækifæri til að lesa sínar bækur, í síma eða á spjaldtölvu, hvar sem er og hvenær sem er. Í raun þýðir þetta að lesendur hafa heilt bókasafn í vasanum. Rafbókasafnið er alltaf opið og þar eru engar sektir, því kerfið sér sjálft um að skila bókum þegar lánstími er útrunninn.

Vefslóð Rafbókasafnsins er http://rafbokasafnid.is

 

Gömlu hjálpartækin - örsýning

Hér áður fyrr - áður en tölvurnar tóku yfir -  var notast við efnisorðalykil, flokkunarkerfi og skráningarreglur og sitthvað fleira í starfi skrásetjara bókasafnsins.

Kaffi og meðlæti allan daginn

Allir velkomnir.


12. september kl. 17:00

Sumarlestur – Uppskeruhátíð

Uppskeruhátíð sumarlesturs verður haldin hátíðleg fimmtudaginn 12. september kl. 17 með afhendingu verðlauna og viðurkenninga  fyrir þátttöku og árangur.

Rithöfundurinn og stjörnufræðingurinn mikli Sævar Helgi Bragason spjallar við börnin og les upp úr

bók sinni  Stjörnuskoðun fyrir alla fjölskylduna.

Hundar sem hlusta koma í heimsókn

Félagið Vigdís – Vinir gæludýra á Íslandi kemur í heimsóknmeð hundana sina og kynnir verkefnið Lesið fyrir hunda sem verður á dagskrá Bókasafns Seltjarnarness i vetur.

 

30. september kl. 11:00 – 12:00

Lesið fyrir hund – Vigdís Vinir gæludýra á Íslandi

Bókasafn Seltjarnarness, í samstarfi við félagið Vigdísi – Vini gæludýra á Íslandi, býður börnum að heimsækja safnið og lesa sér til ánægju fyrir hunda sem eru sérstaklega þjálfaðir til að hlusta á börn lesa. Sex börn komast að í hvert skipti. Skráning á netfangið sigridurgu@nesid.is eða í síma 5959-172.

Senda grein

Um safnið