Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir

Fram undan í Bókasafni Seltjarnarness

1.11.2019

Bókasafn Dagskrá 16 til 28 nóvember

DAGSKRÁ BÓKASAFNS SELTJARNARNESS NÓVEMBER 2019- PDF

14. nóvember kl. 17.30

TÓNSTAFIR - Í tilefni stórafmælis Jóhanns Helgasonar munu nokkrir nemendur og kennarar Tónlistarskólans halda tónleika honum til heiðurs. Á dagskránni verða eingöngu lög eftir Jóhann m.a. Söknuður, Ástarsorg og Seinna meir. Jóhann mun heiðra okkur með nærveru sinni. Útstilling á tónlist Jóhanns í safninu. Allir velkomnir!

16. nóvember kl. 11-12

Lesið fyrir hund – Vigdís Vinir gæludýra á Íslandi. Börnum er boðið að heimsækja safnið og lesa sér til ánægju fyrir hunda sem eru sérstaklega þjálfaðir til að hlusta á börn lesa. Sex börn komast að í hvert skipti. Skráning á sigridur.gunnarsdottir@seltjarnarnes.is

19. nóvember kl. 20:00

Rithöfundakvöld Bókasafns Seltjarnarness Maríanna Clara Lúthersdóttir stýrir umræðum. Fram koma: Pétur Gunnarsson með bók sína HKL ástarsaga, Ragnar Jónasson með Hvítidauði, Sjón með bók sína Korngult hár, grá augu og Steinunn Sigurðardóttir með ljóðabók sína Dimmumót. Boðið er upp á kaffi og með því í hléi. Allir velkomnir og ókeypis aðgangur.

28. nóvember kl. 17:00

Sýningaropnun í Gallerí Gróttu Katrín Matthíasdóttir opnar myndlistarsýningu. Sýningu lýkur 11. janúar 2020

Senda grein

Um safnið