Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir

DESEMBER

20.11.2019

Jólalokun 2019

SelgarnaNes og nágrenni

Áhugafólk um hannyrðir hittist einu sinni í mánuði og á notalega stund saman við handavinnu, hjálpar hvert öðru og deilir hugmyndum. Allir velkomnir.

Nánar á FB-síðu hópsins: https://www.facebook.com/groups/1758607474379087/about/

3. desember kl. 19:30 – Bókmenntakvöld - Um tímann og vatnið með Andra Snæ

Andri Snær Magnason les upp úr og fjallar um bók sína Um tímann og vatnið. Bók sem allir ættu að lesa að mati gagnrýnenda. Allir velkomnir. Kaffi og með því.

4. desember kl. 17:00-17:30 – Sögustund fyrir yngstu börnin

Jóna Valborg Árnadóttir og Elsa Nielsen lesa um Kormák fyrir yngstu börnin

4. desember kl. 17:30-18:00 Jólasögustund með Evu Maríu

Eva María les upp úr Skuggahliðin jólanna, nýrri bók fyrir börn (6-12 ára) með skemmtilegu safni kvæða og sagna frá fyrri tíð. Höfundar: Eva María Jónsdóttir, Rósa Þorsteinsdóttir. Óskar Jónasson myndskreytti.

12. desember – JÓLATónstafir og JÓLAHátíð

Kl. 17.30 – Skólahljómsveit Tónlistarskólans spilar inn jólin á bókasafninu

Kl. 18.00 – Skemmtilegustu jólasveinarnir koma í heimsókn og gleðja börn á öllum aldri

Allir velkomnir.

18. desember kl. 17:00 Jólasögustund fyrir yngstu börnin - ATH! breytt tímasetning!

Lesin verður sagan Hvolparnir bjarga jólunum!

Höfundar: Sullivan/Moore.

Á aðventunni verður gestum boðið upp á jólasmákökur með kaffinu.


Senda grein

Um safnið