Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir

Fram undan í Bókasafni Seltjarnarness

21.1.2020

Dagskrá í janúar og febrúar:


23. janúar kl. 17-19

Gallerí Grótta – Sýning

Steingrímur Gauti Ingólfsson sýnir verk sín í Gallerí Gróttu á sýningunni Ný verk. Sýningunni lýkur 22. febrúar.

 

3. febrúar kl. 20 - 22

SelGARNanes og nágrenni

Áhugafólk um hannyrðir hittist einu sinni í mánuði og á notalega stund saman við handavinnu, hjálpar hvert öðru og deilir hugmyndum. Allir velkomnir. Nánar á FB-síðu hópsins: SelGARNanes og nágrenni.

 

4. febrúar kl. 19:30 – 20:30

BÓKMENNTAKVÖLD – Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Svínshöfuð

Berþóra Snæbjörnsdóttir rithöfundur fjallar um og les upp úr bók sinni Svínshöfuð sem tilnefnd er til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.  

 

5. febrúar kl. 17:00 - 17:30

Sögustund fyrir yngstu börnin

Lesin verður bókin Tár úr steini.

Höfundur: Sveinbjörn I. Baldvinsson

 

7. febrúar kl. 17:00 – 21:00

SKEMMTILEG SAFNANÓTT Á BÓKASAFNINU

Fjörug og fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna á Safnanótt sem er hluti af Vetrarhátíð á Seltjarnarnesi.

Tónlist, skemmtun, föndur, bingó, leikir, pylsur o.fl.

 

10. febrúar kl. 17:30 – 18:30

Þorbjörg Hafsteinsdóttir einn helsti heilsufrumkvöðull landsins, kynnir nýja bók sína Ketóflex 3-3-1 og gefur gestum góð ráð.

 

14. febrúar 

VALENTÍNUSARDAGUR

Frægustu ástarævintýri bókmenntanna dregin fram auk þess sem börnin geta föndrað/litað Valentínusarbókamerki og kort í tilefni dagsins. Allir HJARTAnlega velkomnir.

 

15. febrúar kl. 11:30 – 12:30

Lesið fyrir hund – Vigdís Vinir gæludýra á Íslandi

Börnum býðst að heimsækja safnið og lesa sér til ánægju fyrir hunda sem eru sérstaklega þjálfaðir til að hlusta á börn lesa. Sex börn komast að í hvert skipti. Skráning á sigridur.gunnarsdottir@seltjarnarnes.is

 

26. febrúar 

ÖSKUDAGUR

Starfsfólk bókasafnsins tekur vel á móti syngjandi glöðum börnum á öskudaginn J

 

27. febrúar kl. 17:00 – 19:00

Sýningaropnun í Gallerí Gróttu

Sigurður Magnússon opnar myndlistarsýningu sína Inngrip. Sýningunni lýkur 22. mars.

SKOÐA DAGSKRÁ Í PDF

Senda grein

Um safnið