Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir

ATH! Styttri opnunartími vegna COVID-19

2.12.2020

Opið er frá kl. 11:00-14:00 á virkum dögum til 9. desember. ATH! tveir inngangar eru opnir: Aðaldyr frá Eiðistorgi og lyfta frá Hagkaupum. Viðskiptavinir eru beðnir um að virða grímuskyldu og viðhafa 2ja metra reglu. Ekki er gert ráð fyrir lengri viðveru í safninu en nauðsyn ber til og er því ekki boðið upp á kaffi og setustofur eru lokaðar.


Öll útlán hafa verið framlengd til 9. desember. Ekki reiknast sektir á gögn fram að því.


Hægt er að PANTA BÆKUR og annað safnefni:

 

1. Þú getur pantað efni áLeitir.is (Opnast í nýjum vafraglugga) (Opnast í nýjum vafraglugga)

2. Sent tölvupóst: bokasafn@seltjarnarnes.is

3. Hringt í síma 5959-170 milli kl. 10 og 14


Þrátt fyrir takmarkaðan afgreiðslutíma safnsins er hægt að nálgast pantanir alla virka daga kl. 10-16 og fer afhending gagna fram við aðaldyr á 2.hæð frá Eiðistorgi.

Senda grein

Um safnið