Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir

DAGSKRÁ 6. - 30 SEPT 2021

6.9.2021

Dagskrá 6.-11 september6. SEPTEMBER - SelgarnaNes og nágrenni
Áhugafólk um hannyrðir hittist einu sinni í mánuði og á notalega stund saman við handavinnu, hjálpar hvert öðru og deilir hugmyndum. Allir velkomnir. Nánar á fb-síðu hópsins:
7. SEPTEMBER - kl. 18:00 – 19:00  Bókmenntakvöld
Gróa Finnsdóttir kynnir og les upp úr sinni fyrstu skáldsögu Hylurinn. Hylurinn er dramatísk og spennandi saga af heillandi mannlífi, andlegum þroska, ástum og fallegri vináttu.
8. SEPTEMBER kl. 17-18 – Bókasafnsdagurinn - Uppskeruhátíð Sumarlesturs
Bergrún Íris Sævarsdóttir rithöfundur les upp úr verðlaunabók sinni Kennarinn sem kveikti í. Bergrún fjallar um bækurnar sínar og afhendir lestrarhestum sumarsins verðlaun.
11. SEPTEMBER kl. 11-14– Föndur
Sæunn barnabókavörður býður börnum og fjölskyldum þeirra í föndur á laugardegi.

18. SEPTEMBER

kl. 11-12 Lesið fyrir hund – Vigdís Vinir gæludýra á Íslandi

Börnum er boðið að heimsækja safnið og lesa sér til ánægju fyrir hunda sem eru sérstaklega þjálfaðir til að hlusta á börn lesa. Sex börn komast að í hvert skipti. Skráning á saeunn.olafsdottir@seltjarnarnes.is

Kl. 11-14 – Föndur

21. – 25. September - Harry Potter - RATLEIKUR

Alls ? persónur úr Harry Potter bókunum hafa falið sig víðs vegar um safnið.

Getur þú fundið þá alla?

Fáðu þátttökublað og blýant í afgreiðslunni.

Finndu pókemonana og merktu inn lausnarorðin.

Að því loknu geturðu skilað inn blaðinu og fengið flottan Harry Potter límmiða í verðlaun!

Ratleikurinn stendur yfir vikuna 21.-25. september.

30. SEPTEMBER – Á SKJÁNUM RIFF FESTIVAL 1MINUTE VIDEOS

Í samstarfi við RIFF Festival verða sýndar hollenskar stuttmyndir m.a í samvinnu við hollensku One Minute-samtökin. Í Bókasafni Seltjarnarness munu þær rúlla á skjánum dagana: 30. september, 4. október, 5.október og 7. október

 
Sjá viðburði á Facebooksíðu bókasafnsins: https://www.facebook.com/Bokasafn.Seltjarnarness/
Senda grein

Um safnið