Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir

Fram undan í safninu:

1.11.2021


Jonas Hallgrimsson dagur isl tungu16. nóvember – Dagur íslenskrar tungu – Ljóð Jónasar Hallgrímssonar

Á degi íslenskrar tungu verða ljóð Jónasar í hávegum höfð á safninu með framsetningu bóka og ljóða eftir skáldið.


17. nóvember kl. 17.30 – Tónstafir – Rússnesk tónlist - ATH! FRESTAÐ TIL 20. JANÚAR 2022

Nemendur tónlistarskólans spila rússneska tónlist á þematónleikum.

20. NÓVEMBER – kl. 11:00 -12:00 Lesið fyrir hund – Vigdís Vinir gæludýra á Íslandi ATH!! AFLÝST!

Börnum er boðið að heimsækja safnið og lesa sér til ánægju fyrir hunda sem eru sérstaklega þjálfaðir til að hlusta á börn lesa. Sex börn komast að í hvert skipti. Skráning á saeunn.olafsdottir@seltjarnarnes.is

Kl. 11:00 – 14:00 – Föndur

Sæunn barnabókavörður býður börnum og fjölskyldum þeirra upp á skemmtilegt föndur.

23. NÓVEMBER kl. 20:00 -22:00 - RITHÖFUNDAKVÖLD

Okkar geysivinsæla höfundakvöld verður á sínum stað í nóvember. Fjórir höfundar kynna nýjar bækur sínar. Þeir eru; Auður Jónsdóttir, Magnús Guðmundsson, Haukur Ingvarsson og Ásdís Halla Bragadóttir. Helga Ferdinandsdóttir bókmenntafræðingur stýrir umræðum. Boðið verður upp á veitingar í hléi.

Helga Ferdinandsdóttir bókmenntafræðingur stýrir umræðum. Boðið verður upp á veitingar í hléi.

29.  NÓVEMBER – 23. DESEMBER: JÓLARATLEIKUR

Þekkir þú alla íslensku jólasveinana? Taktu þátt í JólaRATleik bókasafnsins.


Nánari dagskrá má nálgast á:http://www.seltjarnarnes.is/bokasafn/hlidarval/flytileidir/dagskra/nr/12012


Senda grein

Um safnið