Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir

Safnanótt á Seltjarnarnesi 8. febrúar 2013 kl. 19:00-24:00

5.2.2013

Nýkrýndur bæjarlistamaður Seltjarnarness, Sigga Heimis iðnhönnuður, opnar sýningu á ljósahönnun sinni í Eiðisskeri, sýningarsal Seltirninga í Bókasafninu, á Safnanótt kl. 19:30. 

Ljós Siggu Heimis Ljós Siggu Heimis Ljós Siggu Heimis

Sigga mun setja svip sinn á Safnanóttina, en auk þess að opna sýningu verður hún með leiðsagnir kl. 20 og kl. 22 og skipuleggur vinnusmiðju fyrir börn, unglinga og fullorðna þar sem búin verða til ljós og leikið með lýsingu á ýmsan hátt frá kl. 20-22.

Unglingakór Valhúsaskóla, Meistari Jakob, syngur vinsæl dægurlög undir stjórn söngkonunnar Ingu Bjargar Stefánsdóttur og salsadansarinn Jóhannes Agnar Kristinsson úr danshópnum Salsa mafían sýnir nýjustu taktana og býður upp á kennslu í grunnsporunum með aðstoð félaga sinna. 

Safnanæturleikurinn verður í gangi á Bókasafninu þar sem gestir þurfa að telja ljósin á sýningu Siggu og eru vegleg verðlaun í boði.

Safnanæturstrætó hefur viðkomu á Seltjarnarnesi á Safnanótt, sem nú er að taka þátt aftur í þessari viðburðaríku dagskrá eftir nokkurt hlé.
Safnanótt stendur frá kl. 19-24. 
Heitt er á könnunni og drykkir fyrir börnin.

Sjá frekari upplýsingar á www.safnanott.is


DAGSKRÁIN ER SEM HÉR SEGIR:

Sýningaropnun kl. 19:30 
Nýkrýndur bæjarlistamaður Seltjarnarness, Sigga Heimis, opnar sýningu á ljósahönnun sinni í Eiðisskeri, sýningarsal Seltirninga í Bókasafninu. Sigga hefur starfað í fjöldamörg ár fyrir IKEA og sérhægt sig í fjöldahönnun. Eftir hana liggja á fjórðahundrað muna. Á sýningunni verður leitað leiða við að kynna ólík lýsingarform bæði hefðbundin og óhefðbundin.

Fjölskyldusmiðja kl. 20:00-22:00
Tilvalið er fyrir fjölskylduna að skoða ljósasýninguna í Eiðsskeri og taka svo þátt í smiðju sem unnin er undir handleiðslu Siggu Heimis og leiðbeinendum frá Bókasafninu. Á sýningunni er sýnd hefðbundin og óhefðbundin lýsing sem veitir innblástur í sköpun á eigin ljósi. Þátttakendur vinna verkefni á sínum hraða og geta komið og farið að vild.

Leiðsögn og spjall með Siggu Heimis kl. 20:00 – 20:30
Sigga Heimis iðnhönnuður fjallar um sýningu sína í Eiðisskeri. Hún beinir sjónum að þeim ótæmandi aðferðum og leiðum sem hægt er að nálgast í ljósahönun og lýsingu. Eitt af nýrri ljósum hennar er með einota lýsingu, sem dugar í nokkur ár. Í dag er hönnun ljósa ekki síður unnin út frá fagurfræðilegum gildum en notagildi þeirra. 

Meistari Jakob kl. 20:45 – 21:00  
Um nokkurt skeið hefur verið starfræktur unglingakór innan Valhúsaskóla undir stjórn söngkonunnar og tónmenntakennarans Ingu Bjargar Stefánsdóttur. Kórinn hefur ekki oft komið fram en hér flytur hann nokkur lög, sem eru vinsæl hjá ungu kynslóðinni.

Salsa mafían og Jóhannes kl. 21:15 – 21:45 
Danshópurinn Salsa mafían er nýkomin heim frá Kúbu með heitt blóð í æðum. Fulltrúar hópsins með Jóhannes Agnar Kristinsson í broddi fylkingar sýna nýjustu taktana og kenna gestum grunnatriðin í dansinum.

Leiðsögn og spjall með Siggu Heimis kl. 22:00 – 22:30
Sigga Heimis iðnhönnuður fjallar um sýningu sína í Eiðisskeri. Hún beinir sjónum að þeim ótæmandi aðferðum og leiðum sem hægt er að nálgast í ljósahönun og lýsingu. Eitt af nýrri ljósum hennar er með einota lýsingu, sem dugar í nokkur ár. Í dag er hönnun ljósa ekki síður unnin út frá fagurfræðilegum gildum en notagildi þeirra. 
Senda grein

Um safnið