Dagskrá Bókasafns Seltjarnarness í mars 2017

7. mars kl. 19:30

Bókmenntakvöld

Vigdís Grímsdóttir og Sigríður Halldórsdóttir fjalla um og lesa upp úr bókinni Elsku Drauma mín.

8. mars Sögustund kl. 17:30

Sögustund fyrir yngstu börnin.

Lesin verður sagan Búðarferðin. Höfundar: Bergrún Íris Sævarsdóttir og Ósk Ólafsdóttir.

8. mars kl. 20:00

Konan kemur við sögu

Upplestrarkvöld á alþjóðlegum degi kvenna í samstarfi við Árnastofnun. Pistlahöfundarnir Hallgrímur J. Ámundason, Ágústa Þorbergsdóttir, Þórunn Sigurðardóttir, Gísli Sigurðsson og Kristján Eiríksson lesa upp og fjalla um greinar í nýju riti Árnastofnunar Konan kemur við sögu

9. mars kl. 17:30

Tónstafir

Jóhann Helgason flytur nokkur af lögum sínum og fer yfir ferilinn, en hann er löngu landskunnur sem einn fremsti lagahöfundur og flytjandi landsins. Allir velkomnir.

13. mars kl. 17:30  

Eldhússögur – Er þetta lífrænt?

Rannveig Guðleifsdóttir frá vottunarstofunni Tún mun kynna hugmyndafræðina á bak við lífræna framleiðslu og helstu þætti sem einkenna framleiðsluferlið.  Allir velkomnir.

16. mars kl. 17 - Gallerí Grótta

Sýningaropnun á Hönnunarmars


SKOÐA VEGGPSJALD - PDF