Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Dagskrá

DAGSKRÁ OKTÓBER 2021

4. OKTÓBER kl. 20- SelgarnaNes og nágrenni

Áhugafólk um hannyrðir hittist einu sinni í mánuði og á notalega stund saman við handavinnu, hjálpar hvert öðru og deilir hugmyndum. Allir velkomnir. Nánar á fb-síðu hópsins: https://www.facebook.com/groups/1758607474379087

4. OG 5. OKTÓBER – Á SKJÁNUM RIFF FESTIVAL 1MINUTE VIDEOS

Í samstarfi við RIFF Festival verða sýndar hollenskar stuttmyndir m.a í samvinnu við hollensku One Minute-samtökin. Í Bókasafni Seltjarnarness munu þær rúlla á skjánum dagana: 30. september, 4. október, 5.október og 7. Október 

5. OKTÓBER kl. 18-19 – BÓKMENNTAKVÖLD – Tjáning – Gunnar Kvaran

Sellóleikarinn Gunnar Kvaran er landsþekktur fyrir störf sín á vettvangi tónlistar. Hér stígur hann inn á ritvöllinn með sína fyrstu bók. Verkið Tjáning geymir hugleiðingar um tónlist, trú og tilveruna auk nokkurra ljóða eftir höfundinn.

Af Skruddu:

Sellóleikarinn Gunnar Kvaran er löngu landsþekktur fyrir störf sín á vettvangi tónlistarinnar. Hann hefur komið fram á tónleikum víða um heim, bæði sem einleikari og við flutning kammertónlistar. Gunnar er prófessor emeritus við tónlistardeild Listaháskóla Íslands og hefur auk þess kennt sellóleik og kammertónlist við Tónlistarskólann í Reykjavík (MÍT), Tónskóla Sigursveins og Tónlistarskólann í Garðabæ. Hann hefiur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín í tónlist og að mannúðarmálum. Tjáning er fyrsta bók höfundar og geymir hugleiðingar um tónlist, trú og tilveruna auk nokkurra ljóða.

6. OKTÓBER  kl. 17-17:30 – Lesið fyrir yngstu börnin

Lesnar verða bækurnar Skrímslaleikur og Nei! sagði litla skrímslið eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kaller Güettler og Rakel Heimsdal.

7. OKTÓBER Á SKJÁNUM RIFF FESTIVAL 1MINUTE VIDEOS

Í samstarfi við RIFF Festival verða sýndar hollenskar stuttmyndir m.a í samvinnu við hollensku One Minute-samtökin. Í Bókasafni Seltjarnarness munu þær rúlla á skjánum dagana: 30. september, 4. október, 5.október og 7. Október 

7. - 10 OKTÓBER – MENNINGARHÁTÍÐ

7. OKTÓBER Kl. 17.00 – 19.00 Setning menningarhátíðar

                Sýningaropnun í Gallerí Gróttu – Guðrún Einarsdóttir opnar sýningu sína Málverk

                Tónleikar – Bjössi sax og Pálmi leika af fingrum fram

Listsýningar á Bókasafni Seltjarnarness - SKÖPUNARKRAFTUR KYNSLÓÐANNA  

GRÓTTUVITI BARNANNA – sýning í mótun á Bókasafni Seltjarnarness

Gróttuviti barnanna er sýning sem verður í stöðugri mótun alla menningarhátíðina þar sem börnum býðst að teikna sinn eigin Gróttuvita eftir fyrirmynd. Myndir barnanna verða svo til sýnis í safninu.


8. OKTÓBER 10:00 -17:00

                Sköpunarkraftur kynslóðanna

Sýning þar sem kynslóðirnar á Seltjarnarnesi; listamenn leikskólans, grunnskólans og eldri bæjarbúa sameinast og fjölbreytt listform þeirra og sköpun fær að teygja anga sína út um allt bókasafnið.

                GRÓTTUVITI BARNANNA

Gróttuviti barnanna er sýning sem verður í stöðugri mótun alla menningarhátíðina þar sem börnum býðst að teikna sinn eigin Gróttuvita eftir fyrirmynd. Myndir barnanna verða svo til sýnis í safninu.

Þrautaleikir – verðlaun og bókargjöf                        Bókasafn Seltjarnarness

Gestum menningarhátíðar býðst taka þátt í ýmsum skemmtilegum þrautaleikjum á safninu. Getraunir og gátur fyrir alla aldurshópa að spreyta sig á og verður dregið úr réttum svörum.

Fáðu bók að gjöf - BLINT STEFNUMÓT VIÐ BÓK!Bækur eru flugvél og lest, þær eru vegur og áfangastaður – þær eru ferðalag“.

Kl. 16:00 Selkórinn

Selkórinn syngur valin íslensk og erlend lög fyrir gesti safnsins en lögin eru úr efnisskrá árvissra vortónleika kórsins sem fáir fengu að njóta sl. vor vegna samkomutakmarkana.

KL. 10-17 Málverk í Gallerí Gróttu – Sýning Guðrúnar Einarsdóttur


9. OKTÓBER KL. 10-15

                Kl. 10.00 – 11.00 Morgunkaffi og léttleikandi tónar

Góðan og blessaðan daginn! Bæjarbúum er boðið í kaffi og kleinu, kókómjólk og köku í tilefni menningarhátíðar og mun Margrét Arnar harmonikkuleikari gleðja gesti með ljúfum tónum yfir morgunkaffinu.

Kl. 10-15 Sköpunarkraftur kynslóðanna - Sýning

Kl. 11:00 – 13:00 3D Prentunarnámskeið

Ungmennum býðst að læra að teikna upp hugsanir sínar í þrívídd á tölvutæku formi. Kennt hvernig 3D prentarar virka bæði möguleika þeirra og takmarkanir.  Allir fá sitt föndur og 3D prent með heim.

 

Kl. 13:00 Gunni Helga kemur í heimsókn

Gunnar Helgason rithöfundur kíkir í heimsókn með Palla playstation og fleiri sögupersónur en hann ætlar að spjalla við krakkana og lesa upp úr nýju bókunum - bara gaman!

Kl. 14:00 Frostpinnafjör

Snú snú frostpinnar í boði fyrir alla káta krakka.

Kl. 10:00 – 17:00 Málverk í Gallerí Gróttu – Sýning Guðrúnar Einarsdóttur 

16. OKTÓBER

  1. kl. 11-12 Lesið fyrir hund – Vigdís Vinir gæludýra á Íslandi

    Börnum er boðið að heimsækja safnið og lesa sér til ánægju fyrir hunda sem eru sérstaklega þjálfaðir til að hlusta á börn lesa. Sex börn komast að í hvert skipti. Skráning á saeunn.olafsdottir@seltjarnarnes.is

  2. kl. 11-14 Föndur 

20. OKTÓBER KL. 17 – ERINDARÖÐIN: Virðingarríkt uppeldi.

Guðrún Birna Le Sage, Gló Motion heilræktarkennari og markþjálfi heldur fyrirlestur um virðingarríkt uppeldi í vitund. Hún fer yfir grunnhugmyndafræði þessarar uppeldisstefnu og þær viðhorfsbreytingar sem hún kallar á.

25. – 30. OKTÓBER – HALLOWEEN RATLEIKUR 

27. október – Alþjóðlegi BANGSAdagurinn – BangsaSÖGUSTUND kl. 17:00

Við sýnum bangsana okkar í glerskápum frammi.....börn mega koma með bangsa í bókasafnið og lesa fyrir þá. Bangsabækur í forgrunni. Sæunn barnabókavörður les bangsasögur.

30. – 31. OKTOBER – HALLOWEEN Í GLUGGUM BÓKASAFNSINS

Skuggalegar furðuverur fara á stjá í Bókasafni Seltjarnarness þegar rökkva tekur.

SKOÐA DAGSKRÁ Í PDF