Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Höfundakynning

Höfundakynning

1. desember 2020 - Höfundakynning í beinu streymi á Facebook v/Covid-19

Gestir voru Auður Ava Ólafsdóttir, Dagur Hjartarson, Gunnar Þór Bjarnason og Sólveig Pálsdóttir. Stjórnandi var Sverrir Norland.

19. nóvember 2019 - Höfundakynning

Gestir voru Pétur Gunnarsson, Ragnar Jónasson, Sjón og Steinunn Sigurðardóttir. Stjórnandi var Maríanna Clara Lúthersdóttir.

20. nóvember 2018 - Höfundakynning

Gestir voru Lilja Sigurðardóttir, Gerður Kristný, Sigursteinn Másson og Guðrún Eva Mínervudóttir. Stjórnandi var Þorgeir Tryggvason.

21. nóvember 2017 - Höfundakynning

Gestir að þessu sinni voru Bubbi Morthens með nýja ljóðabók sína Hreistur. Oddný Eir Ævarsdóttir með bókina Undirferli, Sólveig Pálsdóttir með nýja glæpasögu, Refurinn og Ármann Jakobsson með nýja skáldsögu sína Brotamynd. Sunna Dís Másdóttir stýrði umræðum. 

22. nóvember 2016 - Rithöfundakynning

Höfundarnir Auður Ava Ólafsdóttir, Friðgeir Einarsson, Hallgrímur Helgason og Sigríður Hagalín ræddu nýútkomnar bækur sínar. Umræðum stjórnaði Páll Baldvin Baldvinsson.

Höfundakynning 2015

Bókasafn Seltjarnarness fagnaði 130 ára afmæli sínu þann 20. nóvember og bauð upp á vandaða
bókmenntadagskrá í kjölfarið.

24. nóvember kl. 20:00 Höfundakynning
Auður Jónsdóttir, Jón Kalman, Þórdís Gísladóttir og Sigurður Pálsson lásu upp úr bókum sínum
og Hildigunnur Þráinsdóttir stýrði umræðum.

25. nóvember kl. 17:30 - Börn og bækur
Verðlaunahöfundurinn Bergrún Íris Sævarsdóttir leiddi börn um ævintýraheim bókanna og las upp úr bók
sinni Viltu vera vinur minn?

Höfundakynning 2014
Árleg höfundakynning Bókasafns Seltjarnarness var þriðjudaginn 25. nóvember kl. 20:00.
Súsanna Svavarsdóttir heldur um taumana á höfundakvöldi Bókasafns Seltjarnarness þar sem fram koma fjórir af merkustu rithöfundum landsins.Höfundarnir eiga það sammerkt að gefa út bækur um þessar mundir en þeir eru Einar Kárason, Gerður Kristný Guðjónsdóttir, Guðrún Eva Mínervudóttir og Stefán Máni Sigþórsson. 
Höfundakvöld Bókasafns Seltjarnarness hafa notið mikilla vinsælda og jafnan verið húsfyllir á þeim.
Dagskráin stendur frá kl. 20-22 og boðið er upp á kaffi og gómsætar smákökur úr Björnsbakaríi.
Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Skoða veggspjald

Höfundakynning 2013
Árleg höfundakynning Bókasafns Seltjarnarness var þriðjudaginn 26. nóvember kl. 20:00.
Sigurður G. Tómasson fjölmiðlamaður og íslenskufræðingur stjórnar umræðum. Rithöfundarnir Vigdís Grímsdóttir, Jón Kalman Stefánsson og Guðmundur Andri Thorsson lesa upp úr bókum sínum. Kvenfélagið Seltjörn býður upp á veitingar. 

Höfundakynning 2012

Árleg höfundakynning Bókasafns Seltjarnarness var þriðjudaginn 20. nóvember kl. 20:00.

Að þessu sinni lásu þrír höfundar úr bókum sínum og tóku þátt í umræðum.

Þeir voru:
Árni Þórarinsson — Ár kattarins
Einar Kárason — Skáld
Steinunn Sigurðardóttir  — Fyrir Lísu

 Þröstur Helgason bókmenntafræðingur stjórnaði umræðum

Kaffi í boði Kvenfélagsins Seltjarnar

Allir velkomnir – ókeypis aðgangurMenning og listir