Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Leshópur

Fyrirsagnalisti

Um leshóp - nú Bókmenntakvöld

Leshópur bókasafnsins hóf starfsemi á vordögum 2009. Hópurinn hittist á bókasafninu yfir vetrartímann fyrsta þriðjudag í mánuði klukkan 19:30-20:30.  
Hópurinn kallaði sig Bókmenntafélag Bókasafns Seltjarnarness.

Meðlimir hópsins lásu fyrirfram ákveðna bók og ræddu hana þegar hópurinn hittist.

Leshópurinn er ekki starfandi í sömu mynd heldur var því breytt í Bókmenntakvöld með rithöfundi. Er það opið öllum sem vilja að koma og taka þátt í léttu spjalli höfundar og gesta.

Bókmenntakvöld eru auglýst á heimasíðu safnsins í viðburðir og á Facebook-síðu bókasafnsins: https://www.facebook.com/Bokasafn.Seltjarnarness

http://www.seltjarnarnes.is/bokasafnMenning og listir