Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Listaverk í eigu safnsins

Listaverk í eigu safnsins

Árið 1985 afhentu hjónin Ingibjörg Guðmundsdóttir og Sverrir Sigurðsson Bókasafni Seltjarnarness veglega listaverkagjöf. Verkin prýða veggi bókasafnsins.  Verkin eru eftir meðlimi Septem-hópsins, þau Jóhannes Jóhannesson,  Karl Kvaran, Guðmundu Andrésdóttur, Kristján Davíðsson, Þorvald Skúlason og Valtý Pétursson. Um verkin öll er fjallað í bókinn Myndlykill: Úrval verka í eigu Seltjarnarnesbæjar sem Ásdís Ólafsdóttir listfræðingur tók saman. Þar segir m.a.: ,,Hópurinn, sem hóf samsýningar árið 1974, var að mestu sprottinn upp úr Septembersýningunni sem var árviss viðburður 1947-1952 og var hann helsti merkisberi óhlutbundinnar listar hér á landi. Þar er fremur fágætt að eiga svo gott og heilsteypt safn frá þessu tímabili."

Um verkin má einnig lesa á vef Seltjarnarnesbæjar http://www.seltjarnarnes.is/thjonusta/menning/menning/baejarlistaverk/

Á safninu eru einnig verk eftir Rögnu Ingimundardóttur leirlistakonu  - tveir háir leirvasar og mósaíkborð,  vatnslitamynd eftir Jón Axel Egilsson, myndir Messíönu Tómasdóttur og mynd eftir Aleksöndru Babik.

Safnið á einnig mynd eftir Magnús Valdimarsson og  aðra eftir Auði Sigurðardóttur.

2019: Kristín E. Guðjónsdóttir færði Bókasafni Seltjarnarness listaverk að gjöf með kæru þakklæti fyrir sýningarhald. Við færum henni bestu þakkir fyrir og munum finna verkinu viðeigandi stað í safninu.


Menning og listir