Safnkostur
Á Bókasafni Seltjarnarness er boðið upp á fjölbreyttan safnkost fyrir börn og fullorðna. Safnið leggur áherslu á að kaupa inn íslenskt efni, skáld- og fræðirit, tónlist, kvikmyndir og fræðimyndir en einnig að fylgjast með og kaupa inn áhugavert efni sem gefið er út erlendis.
Í safninu er meðal annars að finna:
Skáldrit á íslensku og erlendum tungumálum
Fræðirit á íslensku og erlendum tungumálum (aðallega ensku)
Myndasögur
Hljóðbækur
Tónlist á geisladiskum
Kvikmyndir
Tímarit
Tungumálanámskeið
Nótur
Rafræn gögn á hvar.is
Rafbokasafn.is
Er bókin/diskurinn/myndin inni? Leitaðu á Leitir.is
Í tímaritadeild safnins er hægt að setjast niður og fletta dagblöðum og nýjum tímaritum. Þar eru líka til afnota alfræðibækur, orðabækur og önnur uppsláttarrit.
Sendu okkur tillögur um efni á bokasafnseltjarnarnes.is