Um safnið

Um Bókasafn Seltjarnarness

Bókasafn Seltjarnarness
Eiðistorgi 11
170 Seltjarnarnes
Sími: 595 9170

Netfang: bokasafnhjaseltjarnarnes.is


Bókasafn Seltjarnarness er almenningsbókasafn Seltirninga og er öllum opið. Það starfar samkvæmt bókasafnalögum nr. 150 frá 2012, yfirlýsingu Menningar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna (Unesco) um almenningsbókasöfn frá 1994 og Menningastefnu Seltjarnarnesbæjar.

Bókasafn Seltjarnarness heyrir undir Menningarnefnd Seltjarnarness.

Safnið rekur sögu sína aftur til ársins 1885 þegar Framfarafélag Seltjarnarness stofnaði Lestrarfélag Seltirninga.
Við árslok 2014 voru í safninu 54.492 bækur og tímarit auk geisladiska, myndbanda og margmiðlunarefnis svo eitthvað sé nefnt. 

Safnkosturinn er allur skráður í tölvukerfi safnsins, Gegni.

Borgarbókasafn Reykjavíkur og Bókasafnið í Mosfellsbæ eru samstarfssöfn Bókasafns Seltjarnarness. 

Lesa má nánar um Framfarafélagið í Seltirningabók.http://www.seltjarnarnes.is/rafraen-seltirningabok

Upphaf Bókasafns Seltjarnarness

Bókasafn Seltjarnarness var upphaflega einn þáttur í starfsemi Framfarafélags Seltirninga sem stofnað var þann 6. desember 1883. Lestrarfélag Framfarafélagsins hélt sinn fyrsta fund 21. nóvember 1885.

Framfarafélagi Seltirninga var slitið árið 1943 og var þá ákveðið að bókasafn félagsins yrði látið ganga til Seltjarnarneshrepps. Það hafði þá að geyma um 2500 bindi bóka. Safnið var upphaflega til húsa í Mýrarhúsaskóla eldri, en fékk inni í byggingu nýs Mýrarhúsaskóla, enda hafði Framfarafélagið lagt til fé til nýbyggingarinnar.

Árið 1983 flutti bókasafnið í húsnæði að Skólabraut, í hús Heilsugæslustöðvarinnar, en árið 2003 flutti safnið í núverandi húsnæði á Eiðistorgi. 


Um safnið

Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá