Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Hlutverk-markmið-leiðarljós

Starfsemi - Hlutverk - Markmið

Yfirlit

Hlutverk

Bókasafn Seltjarnarness er menningar-, mennta- og upplýsingastofnun Seltjarnarness og starfar samkvæmt gildandi lögum um almenningsbókasöfn. Safnið fellur undir Menningarsvið Seltjarnarness og starfar í fjórum deildum: skráningardeild, útlánadeild, barnadeild og menningardeild.
Bókasafn Seltjarnarness starfar í samræmi við Lög um almenningsbókasöfn frá 1997 og Yfirlýsingu Menningar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna (Unesco) um almenningsbókasöfn.

Markmið

 • Efla lýðræði, jafnrétti, athafnafrelsi og velferð borgaranna.
  Þjónusta safnsins skal ná til þeirra allra, án tillits til aldurs,
  kynferðis, kynþáttar, stjórnmálaskoðana, trúarbragða, þjóðernis, 
  eða þjóðfélagsstöðu.
 • Jafna aðgang að upplýsingum, þekkingu og afþreyingu
 • Standa vörð um íslenska tungu, bókmenntir og menningararf og hvetja til lesturs, náms og símenntunar

Leiðir að markmiðum

 • Upplýsingar um safnkost eru notendum aðgengilegar í Gegni, sameiginlegum gagnagrunni bókasafna landsins.
 • Safnið hafi yfir að ráða á hverjum tíma nýjustu tækni í upplýsingaleit og heimildaöflun og leiðbeini notendum að finna gögn sem ekki eru til í safninu og veita aðstoð við millisafnalán.
 • Börn og unglingar eru hvött til lestrar á leið þeirra til þroska og sjálfseflingar.
 • Bókasafn Seltjarnarness hafi á að skipa hæfu og áhugasömu starfsfólki sem sinnir störfum sínum af alúð. Safnið stuðli að símenntun starfsmanna.
 • Safnið veitir upplýsingar um Seltjarnarnesbæ, stofnanir og þjónustu þeirra og veitir einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum faglega upplýsingaþjónustu
 • Safnið skal vera sýnilegt bæjarbúum sem lifandi menningar- og upplýsingastofnun
 • Safnkostur uppfylli óskir og þarfir viðskiptavina safnsins.

Fjármunum skal vera vel varið.

Bokasafn_1_007


Um safnið