Menningarstefna Seltjarnarness
Menningarstefna Seltjarnarnesbæjar
Menningastefna Seltjarnarnesbæjar 236 kb
HLUTVERK
Tilgangur menningarstefnu Seltjarnarness er að íbúar bæjarins fái notið menningar- og menningarstarfs. Leiðarljós stefnunnar er að efla áhuga, löngun og möguleika bæjarbúa til að njóta menningar.
MARKMIÐ
-
Menningarstarf verði veigamikill þáttur í bæjarlífinu árið um kring, efli bæjarbrag og ímynd Seltjarnarness út á við.
-
Listræn ásýnd bæjarins verði styrkt.
-
Markvisst verði unnið að listuppeldi barna og unglinga svo að menning og listsköpun verði sjálfsagður og eðlilegur þáttur í lífi þeirra.
-
Sérstæð náttúra Seltjarnarness verði að fremsta megni þætt saman við list og listsköpun.
-
Upplýsingar um menningu og menningarstarfsemi verði aðgengilegar og vel kynntar.
-
Starfsemi safna innan bæjarins verði aukin og þess gætt að þau hafi aðdráttarafl fyrir alla aldurshópa.
-
Umsjón listaverka í eigu bæjarins sé fagleg og viðhald þeirra reglubundið.
LEIÐIR
-
3-4 daga menningarhátíð haldin annað hvert ár
-
Bæjarlistamaður Seltjarnarness útnefndur árlega.
-
Aðstaða til listsköpunar, listviðburða og listsýninga bætt samfara annarri uppbyggingu í bæjarfélaginu.
-
Listamenn búsettir á Seltjarnarnesi hvattir til að taka virkari þátt í samfélaginu s.s. með samstarfi við skóla bæjarins og aðrar stofnanir.
-
Skapaður vettvangur fyrir starfandi listamenn á Seltjarnarnesi til að kynna sig og verk sín.
-
Listræn og menningarleg sjónarmið verði sjálfsagður hluti af allri skipulagsvinnu bæjarins
-
Sögu, menningu og minjum bæjarins verði haldið á lofti á lifandi og framsækinn hátt
-
Bókasafnið sé öflug menningar- og upplýsingamiðstöð .
-
Stuðlað verði að þróunar- og frumkvöðlastarfsemi í tengslum við listmenntun barna og unglinga.
-
Ungu fólki verði gefinn kostur á að stunda listræna sköpun undir handleiðslu fagfólks.
-
Stuðlað verði að virku menningarsamstarfi milli allra aldurshópa.
-
Seltjarnarnes verði opið fyrir listrænu samstarfi við önnur bæjarfélög sem og listamenn búsetta utan sveitarfélagins.