Afmælisdagskrá

Til hamingju með afmælið Seltirningar

Seltjarnarnesbær 40 ára20. nóvemeber - Rafræn Seltirningabók - Ný heimasíða seltjarnarnes.is

14. október kl. 20:00 Mánasteinn með Sjón

Rithöfundurinn Sjón kemur í kaffistofuspjall í Eiðisskeri. 

Sjón les upp úr bók sinni Mánasteini, svarar spurningum ásamt léttu spjalli um bókina og rithöfundarferilinn.Sjón, Mánasteinn

Dagur náttúrunnar 16. september. Ómar Ragnarsson heimsækir Bókasafn Seltjarnarness


Ómar RagnarssonÁ Degi íslenskrar náttúru, þriðjudaginn 16. september kl. 17, býður Bókasafn Seltjarnarness til stefnumóts við náttúruverndarsinnann Ómar Ragnarsson, en hann fagnar afmæli sínu þann sama dag. Þetta er í fjórða sinn sem dagurinn er haldinn hátíðlegur en þegar Ómar varð sjötugur árið 2010 afréð Ríkisstjórn Íslands að helga einn dag á ári íslenskri náttúru og valdi til þess fæðingardag Ómars vegna framlags hans til náttúruverndar. 
Í dagskrá Ómars í Bókasafni Seltjarnarness beinir hann sjónum að náttúruvernd, náttúru Íslands, gögnum hennar og gæðum auk þess að fjalla um náttúrufar á Seltjarnarnesi. Ómar setur efnið fram á persónulega máta; í bundnu og óbundnu máli, með myndrænni framsetningu þar sem gera má ráð fyrir að tónlistin verði ekki langt undan. 
Af þessu tilefni verða bækur, tónlist og annað efni eftir Ómar haft í öndvegi á safninu.
Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. 

Ný sýning í Nesstofu, Kláði, sviði, verkur, bólga og pirringur. 13. september - 11. október

Kristín Gunnlaugsdóttir og Margrét Jónsdóttir 
Nesstofu Seltjarnarnesi 
Opnun laugardaginn 13. september kl. 14  
Opið laugardaga og sunnudaga kl. 13-17
Sýningin stendur til 12. októberNesstofa, Sýning, Kláði, sviði, verkur, bólga og pirringur

Hin lítt aðlaðandi orð sem fylla sýningartitil Kristínar Gunnlaugsdóttur og Margrétar Jónsdóttur, Kláði, sviði, verkur, bólga og pirringur, eru kyrfilega greipt í sögu sýningarstaðarins Nesstofu og má ímynda sér að orðin hafa gert sig heimankomin þar á meðan landlæknir, lyfsalar og ljósmæður höfðu þar aðsetur. Í Nesstofu fóru fram lækningar þar sem notast var við jurtir í lækninga- eða heilsuskyni jafnt úr  íslenskri flóru eða innfluttri, en Urtagarðurinn í Nesi geymir einmitt safn sumra þessara lækningajurta. 
Í þennan sagnabrunn minninganna sækja myndlistarmennirnir Kristín og Margrét andrúmsloft sýningarinnar en í texta sýningarskrár, sem fylgir sýningunni, segja þær m.a.:

„Mikil von hlýtur það að hafa verið fyrir veika Íslendinga að geta komið í Nesstofu og hitt fyrir Bjarna Pálsson sem skipaður var landlæknir árið 1763. 
Hér var rekin fyrsta læknastofa landsins og apótek og vel tekið á móti öllum. Átjánda öldin var sú erfiðasta í sögu landsins og fá úrræði til lækninga.  Gerum okkur í hugarlund tíma án sýklalyfja, deyfinga og allra þeirra hátækniúrræða sem við þekkjum í dag og þykja sjálfsögð.

Opin eldstæði Nesstofu, aldur og saga hússins voru kveikjan að svörtum veggteppum Kristínar og leirverkum Margrétar.
Sót, svört bein, myrkur, aska, ástin, erfið fæðing, ilmur af jurtum…
Við erum komin af dugmiklu, fátæku, sótugu og tannlausu fólki sem upplifði oft óheyrilega stórar sorgir, horfandi þögult á eftir börnum sínum í gröfina. 
Eru sorgir dagsins í dag og þrá eftir bættri framtíð ekki þær sömu og í gegnum aldirnar?“

Sýningin er unnin í samstarfi við Seltjarnarnesbæ og Þjóðminjasafn Íslands. 

Fjölbreytt dagskrá verður í boði á meðan á sýningunni stendur:
Laugardag 13. september kl. 14 opnun og dansatriði Raven Dance.
Laugardag 20. september kl. 15 flytur Guðrún Ásmundsdóttir sögur af ljósmæðrum, „Nærkonur af Nesinu“.
Laugardag 27. september kl. 15 fjallar Ásdís Ragna Einarsdóttir grasalæknir um notkun og áhrif íslenskra lækningajurta.
Laugardag 4. október kl. 15 fjallar Gunnlaugur Guðmundsson stjörnuspekingur um náttúrugen mannsins, lögmál og kenningar stjörnuspeki.
Laugardag 11. október kl. 15 verður Kristín Gunnlaugsdóttir með leiðsögn um sýninguna. 

Aðgangur er ókeypis á sýninguna og alla viðburði.

Ný sýning í Nesstofu

Nesstofa, SeltjarnarnesLaugardaginn 14. júní verður opnuð í Nesstofu á Seltjarnarnesi sýningin Nesstofa-Hús og saga. Sýningin verður opin daglega til 31. ágúst frá 13-17.


Nesstofa er meðal elstu og merkustu steinhúsa landsins. Á sýningunni verður lögð aðaláhersla á að sýna húsið, byggingar- og viðgerðarsögu þess, en auk þess verður fjallað um nokkra þætti í merkri sögu hússins. Í Nesi var fyrsta læknisembætti landsins stofnað,árið 1760, lyfsala hófst þar árið 1772 og þar starfaði einnig ljósmóðir.


Í Urtagarðinum við Nesstofu má einnig skoða íslenskar jurtir sem notaðar voru við lyfjagerð eða nýttar til næringar og heilsubótar.


17. júní í Bakkagarði

17. júní 201417. júní aldrei eins glæsilegur

Fjörutíu ára afmæli Seltjarnarnesbæjar setur svip sinn á þjóðhátíðardaginn á Seltjarnarnesi sem verður með veglegra móti að þessu sinni. Á síðasta ári var gerð tilraun með að halda hátíðina í Bakkagarði sem tókst svo vel til að að afráðið var að endurtaka leikinn í ár.

Meðal þess sem boðið er upp á eru fjölbreyttari og stærri leiktæki, m.a. risarennibraut og júmbófíll sem er rúmgóður hoppukastali með ýmsum möguleikum. Ein helsta nýjungin í leiktækjum þetta árið eru vatnaboltarnir en bærinn býður öllum frítt í boltana, ólíkt því sem almennt gerist á útihátíðum þar sem þarf að borga í þá. Hestateymingar verða á grasflötinni fyrir neðan Suðurströndina, bátasiglingar um morguninn og fjölbreytt leiktæki í garðinum öllum. Boðið verður upp á andlitsmálun, spákonufundi og ýmislegt fleira.

Hátíðin hefst kl. 13 með skrúðgöngu frá Mýrarhúsaskóla með skólahljómsveit Tónlistarskóla Seltjarnarness þar sem trúðar, stultufólk og furðurverur setja svip sinn á hana.

Á tónleikasviðinu eru í boði skemmtiatriði við allra hæfi þó sérstaklega sé verið að miða við unga fólkið. Sveppi stýrir dagskránni, grínast, syngur og sprellar og sér um að engum leiðist í garðinum. Wally trúður kemur og skemmtir sér og öðrum en þeir sem vilja ekki eiga það á hættu að vera teknir fyrir af honum ættu að standa fjarri sviðinu! Leik- og söngatriði úr hinu sívinsæla barnaævintýri  Ástarsögu úr fjöllunum verður flutt og fjallkonan, sem að þessu sinni kemur úr röðum íþróttaafreksmanna, flytur ávarp sitt.

Einn fremsti dansari landsins, Brynjar Dagur Albertsson, sigurvegarinn úr Ísland got Talent og hinn nýi íþróttaálfur í Þjóðleikhúsinu, sýnir snilldartakta og býður líka upp á atriði með félögum sínum. Hápunkturinn á dagskránni er þegar Jón Jónsson, einn af vinsælustu tónlistarmönnum landsins, stígur á svið. Ekki má gleyma að nefna hljómsveit sem sló heldur betur í gegn í Eurovision söngkeppninni, FUNK, sem kemur að hluta til frá Seltjarnarnesi. Þeir verða með sannkallað gleðipopp með funk ívafi.

Raven Dance hópurinn verður með dansatriði sem hann hefur æft með ungmennum á Nesinu og ætlar að framkalla Flash Mob á staðnum.

Í garðinum verða sölutjöld með hefðbundum og óhefðbundnum 17. júní veitingum og fjölbreyttum varningi til að halda stemningunni gangandi.

Kvöldtónleikar verða í Bakkagarði frá klukkan átta um kvöldið þar sem fjölbreytt og metnaðarfull dagskrá verður í boði. Fyrst til að stíga á stokk er hin rómaða og fjölhæfa söngkona Sara Pétursdóttir sem sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna fyrir skemmstu. Seltirningurinn, hinn hæfileikaríki Bjössi sax treður upp með bandi sínu White Signal og hljómsveitin Hvítir hrafnar frá Seltjarnarnesi syngur þekkt lög en gæðareggísveitin Ojba Rasta slær svo botninn í þennan ævintýralega dag með þéttu tónleikaprógrammi fram til klukkan tíu um kvöldið.

Að vanda verður boðið upp á guðsþjónustu að morgni þjóðhátíðardagsins kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar, organisti er Friðrik Vignir Stefánsson og félagar úr Rótarý taka þá í messunni. Að henni lokinni verður boðið upp á kaffiveitingar í safnaðarheimilinu. 

Dagskrá 17. júní:

Kl. 10-12 Bátasigling
Siglingafélagið Sigurfari og Björgunarsveitin Ársæll bjóða upp á
skemmtisiglingu frá smábátahöfninni við Bakkavör ef veður leyfir.
Börn þurfa að vera í fylgd með fullorðnum.
Kl. 11.00 Hátíðarguðsþjónusta
í Seltjarnarneskirkju
Sr. Bjarni fiór Bjarnason sóknarprestur þjónar fyrir altari. Friðrik Vignir
Stefánsson organisti leikur. Félagar í Rótarýklúbbi Seltjarnarness taka þátt. Nýstúdentar eru sérstaklega boðnir velkomnir. Kaffihlaðborð að athöfn lokinni.
Kl. 13.00 Skrúðganga
Lúðrasveit Tónlistarskóla Seltjarnarness fer fyrir göngunni. Safnast verður saman við Mýrarhúsaskóla og gengið eftir Skólabraut í Bakkagarð.
Bakkagarður 13.15 - 16.00
Ávarp frá formanni menningarnefndar
Fjallkonan
Ástarsaga úr fjöllunum - Vinsælt söng- og leikatriði
Wally trúður sprellar
Brynjar Dagur Albertsson sigurvegari í Ísland got talent
og félagar hans dansa
Jón Jónsson einn ástsælasti söngvari
þjóðarinnar treður upp
FUNK - Funheit gleði-, popp- og funksveit
SVEPPI KYNNIR OG HELDUR UPPI
FJÖRINU ALLAN DAGINNFimmtudaginn 1. maí 

Gróttudagur 1. maí, Fjölskyldudagur í Gróttu Kl. 13.00-15.00

Trúbadorinn KK leikur og syngur í Albertsbúð
kl. 13.15 - 13.45
Hönnunarsýning Volka - Vita húsgögn í vitavarðarhúsinu
Ljósmyndakeppni - Frumlegasta Gróttumyndin - Sendu inn mynd frá Gróttudeginum á ljosmyndakeppni.selt@gmail.com og þú gætir unnið verðlaun
Harmonikkuleikur hljómar um eyjuna
Vitaskoðun - Klifraðu upp í topp og sjáðu útsýnið
Nesið okkar - Ljósmyndir eftir Elsu Nielsen
Flugdrekasmiðja með Ásdísi Kalman
Rannsóknarstofa - Börn skoða sjávardýr í nýjum víðsjám
Rjúkandi vöfflukaffi
Andlitsmálun
Gróttutrefillinn - Skrautleg hönnun bæjarbúa lítur dagsins ljós
Félagar í Rótarýklúbb Seltjarnarness segja frá nýju bryggjunni sem byggð hefur verið upp
Opið verður fyrir fótgangandi út í Gróttu frá kl. 11 - 16:30
Björgunarsveitin Ársæll býður upp á akstur út í eyjuna

Laugardag 12. apríl

Kl. 13.00 Eiðissker – Seltjarnarnes og byggingararfurinn

Lesa meira

Fimmtudag 10. apríl

Kl. 17.30 Bókasafn Seltjarnarness – Tónstafir

Lesa meira

Miðvikudag 9. apríl

Miðvikudaginn 9. apríl fagnar Seltjarnarnesbær 40 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni eru bæjarbúar hvattir til að gera sér glaðan dag og taka virkan þátt í hátíðarhöldum helgarinnar. Fjölbreytt dagskrá verður í boði allt afmælisárið sem finna má nánari upplýsingar um á þessari síðu.
Lesa meira

Forseti Íslands í heimsókn í Mýrarhúsaskóla

Ræða forseta Íslands í tilefni af 40 ára afmæli bæjarins

Opna afmælisdagskrá í heild sinni (PDF)
Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: