Fréttir og útgefið efni

Á þessari síðu má finna tilkynningar og auglýsingar frá stofnunum bæjarins.

 

Tilkynningar

Fyrirsagnalisti

Aðalfundir Gróttu verða kl. 17.00 fimmtudaginn 2. maí 2019 - 17.4.2019

Aðalfundirnir hefjast kl. 17.00 í hátíðarsal Gróttu og gert er ráð fyrir að þeim sé lokið kl. 18.00. Eftir að aðalfundum lýkur verður öllum fundargestum boðið upp á léttar veitingar.  Lesa meira

Lokun göngustígs milli Lindarbrautar og Nesbala/Sævargarða - 13.3.2019

Tilkynnt er um lokun vegna framkvæmda á göngustígnum sem liggur á milli Lindarbrautar og móta Nesbala og Sævargarða. Ástæðan er endurnýjun stofnlagna bæjarins, háspennustrengs Orkuveitunnar og ljósleiðara Mílu. Vonast er til að framkvæmdunum ljúki innan 3ja vikna ef verkið vinnst vel. 

Lesa meira

Óskað eftir tilboði í niðurrif og eyðing eða brottflutning á skúr - 1.3.2019

Seltjarnarnesbær óskar eftir tilboði í niðurrif og eyðingu eða brottflutning á skúr sem stendur á 50 fm lóð við íþróttamiðstöð bæjarfélagsins að Suðurströnd 10, Seltjarnarnesi.

Lesa meira

Dagur Tónlistarskólanna laugardaginn 9. febrúar kl. 14:00 - 16:00 - 7.2.2019

Opið hús verður í Tónlistarskóla Seltjarnarness á Degi tónlistarskólanna sem haldinn verður hátíðlegur laugardaginn 9. febrúar frá kl. 14:00 – 16:00.

Lesa meira

Fara í tilkynningar


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: