Fréttir og útgefið efni

Á þessari síðu má finna tilkynningar og auglýsingar frá stofnunum bæjarins.

 

Tilkynningar

Full þjónusta í Skólaskjóli / frístund

22.12.2016

Jólafrí er nú hafið við Grunnskóla Seltjarnarness, en brugðist hefur verið við þörf vinnandi foreldra yfir hátíðarnar með því að auka þjónustu Skólaskjóls og frístundar við skólann. 

Nú er boðið upp á dægradvöl fyrir börn á aldrinum 6 - 9 ára alla virka daga fram að jólum, en áður var lokað á degi jólatrésskemmtana skólans og á Þorláksmessu. Opið verður alla daga á milli jóla og nýárs frá kl. 8:00-17:15. Margir nýta sér þessa þjónustu, sérstaklega dagana fram að jólum, en skráningum í hana lauk um miðjan desember.

Mánudaginn 2. janúar er lokað, en þá er skipulagsdagur kennara og starfsfólks Skólaskjóls / frístundar. Kennsla og annað skólastarf hefst á nýju ári samkvæmt stundskrá þriðjudaginn 3. janúar.

Leikskóli Seltjarnarness býður að vanda upp á fulla þjónustu yfir hátíðarnar.

Senda grein

Fara í tilkynningar


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: