Fréttir og útgefið efni

Á þessari síðu má finna tilkynningar og auglýsingar frá stofnunum bæjarins.

 

Tilkynningar

Fjölbreytt efnisskrá í Seltjarnarneskrikju á sunnudag

5.1.2017

Rita Porfiris, Anton Miller og Guðný GuðmundsdóttirStrengjadúóið Miller Porfiris heldur tónleika í Seltjarnarneskirkju ásamt Guðnýju Guðmundsdóttur fiðluleikara sunnudaginn 8. janúar kl. 16.00.

Á efnisskrá eru verk eftir m.a. Zoltan Kódaly og Heitor Villa-Lobos, en einnig frumflytur tónlistarhópurinn á Íslandi verk brasilíska tónskáldsins Andersen Viana.

Þau flytja einnig verk eftir austurríska tónskáldið Robert Fuchs, sem lengi hefur legið í gleymsku, en hann var kennari margra þekktustu tónskálda 20. aldarinnar m.a. Sibeliusar og Mahlers. Tónlist hans er afar litrík og skemmtileg.

Anton Miller fiðluleikari og Rita Porfiris víóluleikari ferðast mjög víða um heim og leika bæði sem dúó og í stærri hópum með heimamönnum.  Þau hafa  áður komið  fram hérlendis og léku m.a. í Hörpu á síðasta ári og þá einnig með Guðnýju.  

Senda grein

Fara í tilkynningar


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: