Bókasafnið verður opið á laugardögum
Frá og með 7. janúar 2017 verður Bókasafn Seltjarnarness opið á laugardögum frá kl. 11-14.
Með þessu vill Seltjarnarnesbær auka afþreyingarmöguleika bæjarbúa og fjölskyldufólks um helgar og stuðla að greiðari aðgangi að þeim mikla safnkosti sem Bókasafnið býr yfir.
Undangengið ár hefur sérstök áhersla verið lögð á aukin innkaup á bókum, tímaritum og öðru efni fyrir ungmenni og einnig hafa innkaup á erlendum tímaritum og bókum verið aukin til muna.