Fréttir og útgefið efni

Á þessari síðu má finna tilkynningar og auglýsingar frá stofnunum bæjarins.

 

Tilkynningar

Álagning fasteignagjalda 2017

6.2.2017

Álagning fasteignagjalda 2017 er nú lokið.  

Álagningin byggir á gildandi fasteignamati allra fasteigna eins og það er í janúar ár hvert. Fasteignagjöld eru árlega lögð á allar fasteignir, nema þær séu undanþegnar með lögum, og ber eigandi á hverjum tíma ábyrgð á greiðslu þeirra. Eigendum fasteigna er bent á að tilkynna breytingar sem fyrst til bæjarfélagsins, er lúta að álagningunni og innheimtu.

Gjaldskrá fasteignagjalda 2017 er að finna hér.

Fasteignakröfur Seltjarnarness birtast í öllum heimabönkum og er fasteignaeigendum bent á að  notfæra sér beingreiðslur hjá öllum bankastofnunum eða boðgreiðslur af greiðslukortum.

Álagningarseðlar hafa verið birtir á Island.is. Líkt og á síðasta ári munu álagningarseðlar ekki berast á pappír en eru þess í stað aðgengilegir rafrænt.

Til þess að nálgast álagningarseðlana skal fylgja eftirfarandi:

  1. Fara inná www.island.is.
  2. Velja „mínar síður".
  3. Skrá sig inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum.
  4. Fara í „pósthólfið" og þar má nálgast álagningarseðilinn.

Hægt að skoða yfirlit yfir greidda reikninga Í íbúagátt Seltjarnarness „Mínar síður“ á heimasíðu bæjarfélagsins undir „Gjöldin mín“

Ef einhverjir hafa ekki tök á að nálgast sinn álagningarseðil vinsamlegast hafið samband við þjónustuver Seltjarnarnesbæjar í síma 5959100 eða á netfangingu postur@seltjarnarnes.is.

Álagning – breytingar – innheimta: Þess er óskað að ábendingar um breytingar og leiðréttingar á álagningu eða innheimtu berist til bæjarfélagsins símleiðis í síma 5959100 eða með tölvupósti á netfangið: postur@seltjarnarnes.is

Gjalddagar fasteignagjalda 2017 verða 10, þ.e. 15. janúar, 15. febrúar, 15. mars, 15. apríl, 15. maí, 15. júní, 15. júlí, 15. ágúst, 15. september og 15. október“ og eindagar 15. dags næsta mánaðar eftir gjalddaga.

Greiðslumátar

  • Beingreiðslur: Innheimtur greiddar með beingreiðslum af bankareikningum greiðenda. Vinsamlegast hafið samband við þjónustufulltrúa í viðkomandi banka til að virkja þennan kost.
  • Boðgreiðslur: Tilkynna þarf til sveitarfélagsins ef óskað er eftir að greiða fasteignagjöld með kreditkorti. Þetta á einungis við þá sem eru í fyrsta sinn að óska eftir þessum greiðslumáta fasteignagjalda. 
  • Allar aðrar greiðslukröfur eru sendar í netbanka á kennitölu greiðanda

Elli- og örorkulífeyrisþegar: Lækkun fasteignaskatts á íbúðum tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega eru reiknuð við álagningu til bráðabirgða og er stuðst við tekjur samkvæmt skattframtölum 2016 vegna tekna ársins 2015.  Afslátturinn er hlutfallslegur að teknu tilliti til allra skattskyldra tekna skv. skattframtali 2015. Ekki er þörf á að sækja um þennan afslátt. Hægt er að skoða reglur þessar hér

Frekari upplýsingar eru veittar á heimasíðu bæjarfélagsins www.seltjarnarnes.isEinnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið postur@seltjarnarnes.is eða hringja í síma 5959 100.

Seltjarnarnesi, 4. janúar 2017Senda grein

Fara í tilkynningar


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: