Sumarstörf fyrir 18 ára og eldri
Seltjarnarnesbær vill ráða ungt fólk til sumarstarfa 18 ára og eldri (fædd 1999 og eldri). Um er að ræða almenn garðyrkjustörf, verkamannastörf, skapandi sumarstörf og ýmis afleysingastörf.
Einnig er auglýst eftir ungmennum 20 ára og eldri (1997 og eldri) í störf flokkstjóra og leiðbeinenda. Skilyrði fyrir ráðningu er að eiga lögheimili á Seltjarnarnesi.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir. Sjá nánar „Störf í boði - Sumarstörf“
Umsóknarfrestur er til 31. mars 2016