Fréttir og útgefið efni

Á þessari síðu má finna tilkynningar og auglýsingar frá stofnunum bæjarins.

 

Tilkynningar

Til hamingju með afmælið Grótta!

24.4.2017

Grótta 50 áraSeltjarnarnesbær óskar Íþróttafélaginu Gróttu innilega til hamingju með 50 ára afmælið og fagnar þeirri glæsilegu dagskrá sem félagið boðar til alla vikuna í tilefni af afmælinu. Seltirningar eru hvattir til að kynna sér dagskránna og taka virkan þátt í henni.


Tilkynningu frá Gróttu

Grótta á afmæli og öllum er boðið!

Í dag mánudaginn 24. apríl á íþróttafélagið Grótta 50 ára afmæli og ætlar að halda uppá það í marga daga. 

Hátíðahöldin hefjast með skemmtun í Hertz-höllinni kl. 17 á afmælisdaginn. Þar verður margt til gamans gert m.a. verður fimleikadeild með sýningu, frumsýnd verður skemmtileg myndasýning úr starfi félagsins og hinn eini sanni Páll Óskar ætlar að mæta og taka nokkur lög til að hita afmælisgesti upp. 

Þá verður hoppukastali á staðnum, andlitsmálning og kaffiveitingar í boði. Afmælisbarnið vonar auðvitað að sem flestir sjái sér fært að gleðjast með því á afmælisdaginn og alla vikuna, en hátíðahöldum lýkur með risa Pallaballi á laugardagskvöldið 29. apríl. 

Dagskrá

Dagskrá - Grótta 50 ára


Senda grein

Fara í tilkynningar


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: