Tilkynningar
Skráning á sumarnámskeið í fullum gangi

Börnum og ungmennum á aldrinum 6 – 18 ára stendur til boða að taka þátt í fjölbreyttum og spennandi sumarnámskeiðum. Skráning er núna í fullum gangi, en takmarkaður þátttakendafjöldi er á sum námskeiðin
Sjá nánar um námskeið sem í boði eru: http://www.seltjarnarnes.is/thjonusta/menntun/sumarnamskeid/
Skráð er í eftirfarandi námskeið í „Mínar síður“
- Leikjanámskeið (6-7 ára, fædd 2010 og 2009)
- Ævintýranámskeið (8-9 ára, fædd 2007 og 2008)
- Survivor-námskeið (10-13 ára, fædd 2006 – 2004)
- Smíðavöllur (8 ára og eldri. Fædd 2009 og eldri)
- Ritsmiðja (9-13 ára, fædd 2008 - 2004)