Fréttir og útgefið efni

Á þessari síðu má finna tilkynningar og auglýsingar frá stofnunum bæjarins.

 

Tilkynningar

Rafbókasafnið opnar

1.6.2017

13 NÝ ALMENNINGSBÓKASÖFN KOMA INN Í RAFBÓKASAFNIÐ 1. JÚNÍ 2017

Rafbókasafnið var opnað 30. janúar 2017. Hingað til hafa einungis lánþegar Borgarbókasafnsins getað nýtt sér efni á þessu nýja bókasafni en frá og með 1. júní mun þjónustan ná til lánþega þrettán annarra almenningssafna vítt og breitt um landið. Söfnin sem koma inn í Rafbókasafnið að þessu sinni eru:
 • Amtsbókasafnið á Akureyri
 • Bókasafn Akraness
 • Bókasafn Árborgar
 • Bókasafn Garðabæjar
 • Bókasafn Hafnarfjarðar
 • Bókasafn Héraðsbúa
 • Bókasafn Kópavogs
 • Bókasafn Mosfellsbæjar
 • Bókasafn Reykjanesbæjar
 • Bókasafn Seltjarnarness
 • Bókasafn Vestmannaeyja
 • Bókasafnið Ísafirði
 • Menningarmiðstöð Hornafjarðar
Viðkomandi bókasöfn veita lánþegum sínum allar nánari upplýsingar um Rafbókasafnið.
 
Í haust mun samstarf við Rafbókasafnið standa öllum almenningsbókasöfnum í Gegni til boða.
 
Rafbókasafnið er langþráð viðbót í bókasafnaflóruna. Líkt og á öðrum bókasöfnum er safnkosturinn fjölbreyttur, en þar má finna skáldverk, fræðirit og rit almenns efnis, bæði nýtt efni og klassík. Meginhluti efnisins er á ensku og í formi rafbóka, en hlutur hljóðbóka fer ört vaxandi, enda njóta þær sérlegra vinsælda. Vonir standa til að á þessu ári muni íslenskar raf- og hljóðbækur bætast í hópinn.
 
Rafbækurnar má ýmist lesa á vef safnsins, rafbokasafnid.is, eða á snjalltækjum í gegnum Overdrive-appið. Þannig geta lesendur notað hvert tækifæri til að lesa sínar bækur, í síma eða á spjaldtölvu, hvar sem er og hvenær sem er. Í raun þýðir þetta að lesendur hafa heilt bókasafn í vasanum. Rafbókasafnið er alltaf opið og þar eru engar sektir, því kerfið sér sjálft um að skila bókum þegar lánstími er útrunninn.
 
Nánar á heimasíðus safnsins: http://www.seltjarnarnes.is/bokasafn/thjonusta-i-bodi/rafbokasafnid/
Vefslóð Rafbókasafnsins er http://rafbokasafnid.is
 
Gleðilega sumarlesningu!
Senda grein

Fara í tilkynningar


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: