Tilkynningar
Að gefnu tilefni
Nokkur umræða hefur verið um félagslegar leiguíbúðir vegna auglýsingar sem birtist nýverið á heimasíðu Seltjarnarnesbæjar þar sem félagsþjónustusvið bæjarins óskar eftir leiguhúsnæði. Í auglýsingunni kemur fram að leitað er að íbúð til leigu fyrir fimm manna fjölskyldu, hjón með þrjú börn. Vegna umræðunnar er rétt að taka fram að þarna er verið að leita að íbúð á almennum leigumarkaði fyrir fjölskyldu sem er að missa leiguíbúð sem hún hefur leigt hér á Seltjarnarnesi, án milligöngu bæjarins, af einkaaðilum. Þessi auglýsing var birt í þeim tilgangi að aðstoða fjölskylduna við að finna annað húsnæði til leigu en erfitt getur oft reynst að finna húsnæði til leigu hér í bæjarfélaginu og gildir það raunar um allt höfuðbogarsvæðið. Því var ákveðið að taka fram í auglýsingunni að leitin væri ekki einskorðuð við Seltjarnarnes til að auka líkurnar á að íbúð fengist.Með kveðju
Snorri Aðalsteinsson félagsmálastjóri
Félagsþjónustusvið