Kynningartækifæri fyrir rekstraraðila á Seltjarnarnesi
Vegna samstarfs Seltjarnarnesbæjar við bæjarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gefst rekstraraðilum á Seltjarnarnesi tækifæri til að nýta sér bæklingastand í Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Ráðhúsi Reykjavíkur. Standurinn, sem um ræðir, verður kominn upp í kringum 18. júlí en hann lítur út eins og meðfylgjandi mynd af strætóstandinum en verður með myndina af Seltjarnarnesi sem einnig er sýnd hér. Ákjósanlegast er að upplýsingarnar séu á ensku eða öðru/öðrum erlendu tungumáli. Takmarkað pláss er til umráða og er óskað eftir góðri umgengni um standinn.
Vegna takmarkana sem Upplýsingamiðstöðinni eru settar mega bæklingar eða kynningarefni frá ferðaþjónustufyrirtækjum ekki fara í standinn. Hins vegar býðst öllum ferðaþjónustuaðilum með leyfi frá Ferðamálstofu að skrá sig endurgjaldslaust á rafrænt markaðstorg Upplýsingamiðstöðvarinnar með því að hafa samband við Guide to Iceland. Nánari upplýsingar veitir Upplýsingamiðstöð ferðamanna.