Tenging nýrrar kaldavatnsheimaðar í heimahús á Melabraut frá 1-21.
Lokun fyrir kalda vatnið á Melabraut 1-21 og Unnarbraut 1-12
Nú í dag og á næstu dögum mun Vatnsveita Seltjarnarnessbæjar tengja kaldavatnsheimæðar inn á nýja stofnlögn í götunni.
Þetta mun hafa í för með sér að loka verður fyrir vatnið í um hálftíma í senn á meðan að á framkvæmd stendur.
Íbúar geta því átt von á að neysluvatnslaust verði í skammann tíma án þess að það verði tilkynnt sérstaklega á meðan að á verkframkvæmd stendur.