Fréttir og útgefið efni

Á þessari síðu má finna tilkynningar og auglýsingar frá stofnunum bæjarins.

 

Tilkynningar

Hitaveita Seltjarnarness - Framkvæmdir

21.9.2017

Hitaveita Seltjarnarness er að hefja  lagnaframkvæmdir  frá Lindarbraut og út á Bygggarðasvæði.
Um er að ræða lagningu bæjarlagna frá göngustíg milli húsa nr. 33 og 35 á Lindarbraut. Þessar lagnir verða lagðar samhliða Sefgörðum og út í Bygggarða. Samhliða þessum framkvæmdum verða stofnlagnir kaldavatns endurnýjaðar að nokkru leyti. Einnig verða endurnýjaðar háhitalagnir að tveimur borholum.

Um er að ræða töluvert umfangsmikla framkvæmd sem mun vara fram eftir hausti. Þessi framkvæmd hefur í för með sér að göngustígur frá Lindarbraut og eftir Sefgörðum verður ekki  fær meðan á framkvæmd stendur yfir.

Tengiliður bæjarins  varðandi framkvæmd er:

Gísli Hermannsson
bæjarverkfræðingur
S: 5959-182
S: 822-9113

Senda grein

Fara í tilkynningar


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: