Fréttir og útgefið efni

Á þessari síðu má finna tilkynningar og auglýsingar frá stofnunum bæjarins.

 

Tilkynningar

Skólalúðrasveit Seltjarnarness 50 ára - Afmælisfögnuður

9.11.2017

Afmælisfögnuður Skólalúðrarsveitar SeltjarnarnessLaugardaginn 11. nóvember blæs Skólalúðrasveit Seltjarnarness til afmælis- og tónlistarveislu í Seltjarnarneskirkju kl. 14.00. Það er enda vel við hæfi að fagna 50 árunum og farsælum ferli með því að rifja upp söguna, spila tónlist og bjóða lúðrasveitarfélögum og Seltirningum öllum í afmæliskaffi í tilefni tímamótanna. 

Skólalúðrasveitin tók til starfa í Mýrarhúsaskóla haustið 1967 og hefur starfað óslitið síðan við góðan orðstýr. Hundruðir barna hafa æft og spilað með lúðrasveitinni í gegnum tíðina. Með hressandi tónlist sinni hafa þau svo sannarlega glatt bæði íbúa bæjarins og hlustendur hér heima og erlendis. Það er því vel við hæfi að fagna 50 árunum og farsælum ferli með því að rifja upp söguna, spila tónlist og bjóða lúðrasveitarfélögum og bæjarbúum í afmæliskaffi í tilefni tímamótanna.


Afmælisdagskrá:
Kári Einarsson skólastjóri tónlistarskólans og stjórnandi lúðrasveitarinnar setur hátíðina

Atli Þór Albertsson leikari og fv. meðlimur í lúðrasveitinni stýrir hátíðinni og stiklar á skemmtilegan hátt í gegnum sögu lúðrasveitarinnar inn á milli lúðrablásturs

Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri flytur ávarp

Krakkarnir í lúðrasveit dagsins í dag spila nokkur vel valin lög

Nýir ...blástursnemendur sýna hvað í þeim býr í tónlistinni

Eldri félagar sveitarinnar mæta til að taka lagið saman

Afmæliskaffi

ALLIR VELKOMNIR - AÐGANGUR ÓKEYPIS!

Senda grein

Fara í tilkynningar


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: