Fréttir og útgefið efni

Á þessari síðu má finna tilkynningar og auglýsingar frá stofnunum bæjarins.

 

Tilkynningar

Jafnréttisviðurkenning Seltjarnarnesbæjar - Tilnefning

27.11.2017

Er vinnustaðurinn þinn fjölskylduvænn?

Er jafnrétti kynjanna virt þar?

Hverjir hafa sýnt jafnréttismálum alhug í verki?

Jafnréttisnefnd veitir einu sinni á hverju kjörtímabili fyrir hönd bæjarstjórnar viðurkenningu til einstaklings, fyrirtækis eða stofnunar í bæjarfélaginu sem mest hefur unnið að framgangi jafnréttisáætlunarinnar og/eða sýnt jafnréttismálum sérstakan alhug í verki.

Send hafa verið bréf til fyrirtækja og stofnana á Seltjarnarnesi þar sem óskað er eftir tilnefningum. Bréfin er send stjórnendum og trúnaðarmönnum á vinnustöðum. Eru allir hvattir til þess að svara erindinu en frestur til þess rennur út 15. desember n. k.

Hafi vinnustað ykkar ekki borist bréf þá vinsamlegast snúið ykkur til Bæjarskrifstofu Seltjarnarness sem kemur til ykkar bréfi. Sími: 595 91 00

Kynningabréf vegna jafnréttisviðurkenningar 2017
Gátlisti fyrir fyrirtæki og stofnanir


Tilnefningar og ábendingar um framlag og árangur einstaklinga og/eða vinnustaða í þágu jafnréttis eru vel þegnar frá öllum. Senda má bréf eða tölvupóst á Seltjarnarnesbæ, postur@seltjarnarnes.is

Jafnréttisnefnd Seltjarnarness

Senda grein

Fara í tilkynningar


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: