Fréttir og útgefið efni

Á þessari síðu má finna tilkynningar og auglýsingar frá stofnunum bæjarins.

 

Tilkynningar

Starfsmenn óskast í heimaþjónustu

6.12.2017

Félagsþjónustan á Seltjarnarnesi vill ráða starfsmann í 80 – 100% starf við félagslega heimaþjónustu.

Einnig vantar starsmann í afleysingar núna í desember og fram yfir áramót.

Heimaþjónusta er veitt þeim sem ekki geta vegna heilsubrests annast almenn heimilisstörf eins og þrif og þvotta. Markmiðið er að aðstoða einstaklinga og fjölskyldur við að eiga sem eðlilegast líf á heimilum sínum.

Starfsmenn þurfa að hafa færni í mannlegum samskiptum og þekkingu á heimilisstörfum. Frumkvæði í starfi, sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð, stundvísi og reglusemi eru æskilegir þættir í fari starfsmanna.

Æskilegt að starfsmaður hafi bíl til umráða. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Eflingar.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna Kristín Guðmannsdóttir deildarstjóri öldrunarþjónustu sími 822-9110 annag@seltjarnarnes.is eða Snorri Aðalsteinsson í síma 5959134 snorri@seltjarnarnes.is Umsókarfrestur til 15.12.2017 Hægt er að sækja um á vef Seltjarnarnesbæjar: seltjarnarnes.is - laus störf.

Senda grein

Fara í tilkynningar


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: