Fréttir og útgefið efni

Á þessari síðu má finna tilkynningar og auglýsingar frá stofnunum bæjarins.

 

Tilkynningar

FARIÐ VARLEGA Í HÁLKUNNI!

10.1.2018

Ágætu íbúar, nú eru afar erfið gönguskilyrði á götum og gangstéttum bæjarins. Starfsmenn Þjónustumiðstöðvarinnar eru vægast sagt alla daga alveg á fullu að salta og sanda eins hratt og þeir mögulega geta. Skilyrðin breytast hins vegar stöðugt innan hvers klukkutíma og því hvetjum við íbúa til að gæta afar vel að sér. Endilega að nýta sér mannbrodda sem fást nú um allt t.d. í verslunum, apótekum og á bensínstöðvum. Minnum einnig á gulu saltkassana sem eru staðsettir víða um bæinn fyrir íbúa að nýta sér sem og er hægt að nálgast sand við Þjónustumiðstöðina á Austurströndinni. FARIÐ VARLEGA!

Senda grein

Fara í tilkynningar


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: