Fréttir og útgefið efni

Á þessari síðu má finna tilkynningar og auglýsingar frá stofnunum bæjarins.

 

Tilkynningar

Aukin þjónusta og gjaldskrárbreytingar hjá Strætó bs.

11.1.2018

Nýverið tóku í gildi umfangsmiklar breytingar og aukin þjónusta hjá Strætó bs. Sem og gjaldskrárbreytingar. Hér í fréttinni má sjá helstu breytingarnar en ítarlega er fjallað um þær á www.straeto.is

Sunnudaginn 7. janúar tóku í gildi umfangsmiklar breytingar á þjónustustigi Strætó bs. og eru þær helstu eftirfarandi:

  • Leið 6 verður stytt og mun aka á 10 mínútna tíðni á annatímum. Sama fyrirkomulag hefur verið á leið 1 í rúmt ár og hefur það reynst mjög vel.
  • Þjónustutími verður lengdur á leiðum 1, 2, 3, 4, 5, 6, 11, 12, 15 og 18 til klukkan 01:00 á kvöldin.
  • Sex leiðir verða í næturakstri úr miðbæ Reykjavíkur aðfaranætur laugar- og sunnudaga. Leiðirnar verða eknar á um klukkutíma fresti frá klukkan 01:00 til 04:30. Leið 111 ekur frá miðbæ Reykjavíkur með viðkomu á Seltjarnarnesi. 
  • Sumarið 2018 verður engin sérstök þjónustuskerðing yfir sumartímann eins og tíðkast hefur síðastliðin ár.

Nánar er fjallað um allar leiðakerfisbreytingar og næturakstur hér (pdf-skjal) 

Sjá einnig frétt á vef Strætó bs. 

  • Gjaldskrárbreytingar Strætó bs. tóku gildi þann 3. janúar sl.  
  • Gjaldskrá hækkar að meðaltali um 4,9%.
  • Almennt staðgreiðslugjald og stakt fargjald í appinu er núna 460 kr. eftir breytingu.
  • Afsláttarfargjöld fyrir börn, aldraða og öryrkja er núna 220 kr.

        Upplýsingar um gjaldskrá:

Senda grein

Fara í tilkynningar


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: