Fréttatilkynning frá Veitum
Í ljósi fréttaflutnings vegna mælinga á auknum fjölda jarðvegsgerla í neysluvatni í Reykjavík þá hafa Veitur gefið út meðfylgjandi fréttatilkynningu sem birt var á mbl.is kl. 21.11 mánudagskvöldið 15. janúar.
Í fréttatilkynningu Veitna frá því fyrr í kvöld urðu þau mistök að listi yfir hverfi sem fá vatn úr þeim hluta veitukerfisins þar sem mældist aukinn fjöldi jarðvegsgerla var ekki kórréttur. Hér er réttur listi: Öll hverfi Reykjavíkur vestan Elliðaáa auk Bryggjuhverfis, Grafarvogs utan Húsahverfis, Ártúnshöfða, Kjalarnes sem og Seltjarnarnes.
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur gefið út að engin hætta sé á ferðum. Þó er áfram, af varúðarástæðum, mælt með að íbúar ofantalinna hverfa sjóði vatn ef neytendur eru viðkvæmir.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/01/15/veitur_leidretta_lista_yfir_hverfi/