Framkvæmdir nú hafnar við íþróttamiðstöðina
Framkvæmdir eru nú hafnar við byggingu og endurbætur á íþróttamiðstöðinni.
Hér má lesa og sjá á aðstöðumynd nánari upplýsingar um athafna- og vinnusvæði Munck á byggingarreitnum.
Vinnustaðamerking: Vinnusvæðið verður merkt með þar til gerðum skiltum sem vara við þeim hættum sem skapast geta á vinnusvæðinu.
Samspil gangandi og akandi: Þar sem mikil umferð gangandi vegfarenda verður framhjá athafnasvæðinu verður gert ráð fyrir að aksturshliðið verði eingöngu notað til að ferja tæki, vörur og annað efni til og frá verkstað. Þegar það er í notkun mun sérstakur öryggisvörður stöðva umferð gangandi vegfarenda og stýra inn og útakstri frá athafnasvæðinu til að tryggja öryggi.
Aðgengi til og frá athafnasvæði Munck: Gert er ráð fyrir að aðgengi að vinnusvæðinu sé um tvö hlið, annars vegar gönguhlið sem staðsett er við félagsheimili Seltjarnarness og hins vegar aksturshlið.
Starfsmanna aðstaða og geymslur: Átta gámum verður raðað í tvær hæðir, neðri hæðin samanstendur af fata-, salernis- og geymslueiningum en sú efri starfsmanna -og skrifstofuaðstöðu.