Fréttir og útgefið efni

Á þessari síðu má finna tilkynningar og auglýsingar frá stofnunum bæjarins.

 

Tilkynningar

Flokkun á plasti er einföld

27.3.2018

Hér er stutt, skemmtilegt og lýsandi myndband sem sýnir hversu ofur einfalt er nú að flokka plast og gefa því framhaldslíf á jákvæðan hátt fyrir náttúruna. 


Eins og kynnt var fyrir skömmu þá geta Seltirningar nú sett allt plast saman í lokaða plastpoka að eigin vali og hent pokanum beint í sorptunnuna (orkutunna). Í Sorpu eru plastpokarnir flokkaðir sérstaklega frá öðru rusli og plastinu komið í endurvinnslu. 

Um er að ræða samstarfsverkefi SORPU og fjögurra sveitarfélaga á hðfuðborgarsvæðinu; Seltjarnarnesbæjar, Garðabæjar, Hafnarfjarðar og Mosfellsbæjar. Verum til fyrirmyndar - flokkum plastið!

Senda grein

Fara í tilkynningar


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: