Fréttir og útgefið efni

Á þessari síðu má finna tilkynningar og auglýsingar frá stofnunum bæjarins.

 

Tilkynningar

Auglýsing vegna sveitarstjórnarkosninga á Seltjarnarnesi. Framboðslistar og  framlagning kjörskrár.

3.5.2018

Framboðsfrestur vegna sveitarstjórnarkosninga á Seltjarnarnesi, sem fram skulu fara laugardaginn 26. maí 2018, rennur út laugardaginn 5. maí 2018 kl. 12:00 á hádegi.

Yfirkjörstjórn tekur á móti framboðslistum þann dag á milli kl. 11:00 og 12:00 á bæjarskrifstofu Seltjarnarnesbæjar, I. hæð, að Austurströnd 2 Seltjarnarnesi.

Með framboðslista skal fylgja yfirlýsing undirrituð af umboðsmönnum listans um að allir frambjóðendur listans uppfylli skilyrði um kjörgengi, skv. 3. gr laga nr 5/1998.

Kjörskrá Seltjarnarnesbæjar liggur frammi, almenningi til sýnis frá og með 15. maí 2018, í þjónustuveri 1. hæð á bæjarskrifstofum Seltjarnarness Austurströnd 2, á opnunartíma skrifstofunnar.

Athugasemdum við kjörskrá skal beint til bæjarstjórnar.

Bent er á kosningavefinn     www.kosning.is     þar sem fyrir liggja ýmsar upplýsingar um kosningarnar m.a. hvar þú ert á kjörskrá.

Fh. Yfirkjörstjórnar Seltjarnarnesbæjar

Pétur Kjartansson

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna sveitarstjórnarkosninga 26. maí 2018 er hafin.

Atkvæðagreiðslan fer í fyrstu fram hjá Sýslumanninum á Höfuðborgarsvæðinu að Hlíðasmára 1 í Kópavogi á þeim tíma sem embættið er opið þ.e. frá kl. 8.30 til 15.00 á virkum dögum. Einnig verður opið á laugardögum og sunnudögum frá kl. 12.00 til kl. 14.00.

Lokað er 1. maí, uppstigningardag 10. maí og hvítasunnudag 20. maí. Upplýsingar um breytingar á þeim tíma sem opið verður hjá embættinu verða færðar hér inn vef embættisins jafnóðum og þær liggja fyrir.

Kjósendur skulu framvísa gildum skilríkjum við atkvæðagreiðsluna.

Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðunni: www.kosning.is


Senda grein

Fara í tilkynningar


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: