Tilkynningar
Skíðasvæðin á höfuðborgarsvæðinu fá fé til endurbóta
Sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins undirrituðu í gær 3,6 milljarða króna samning vegna átaks við endurnýjun og uppbyggingu skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins í Bláfjöllum og Skálafelli. Markmiðið og framtíðarsýnin er að tryggja betri aðstæður fyrir þessa góðu almennings- og fjölskylduíþrótt sem skíðaíþróttin, útiveru og ánægju.
Meðfylgjandi sameiginleg fréttatilkynning var send frá borgarstjóra Reykjavíkur og bæjarstjórum Seltjarnarnesbæjar, Mosfellsbæjar, Garðabæjar, Kópavogs og Hafnarfjarðar.