Fréttir og útgefið efni

Á þessari síðu má finna tilkynningar og auglýsingar frá stofnunum bæjarins.

 

Tilkynningar

Vínbúðin Eiðistorgi hlýtur Jafnréttisviðurkenningu Seltjarnarness 2014-2018

9.5.2018

Jafnréttisnefnd Seltjarnarness veitti í gær Vínbúðinni Eiðistorgi Jafnréttisviðurkenningu Seltjarnarnesbæjar fyrir kjörtímabilið 2014-2018 fyrir hönd Bæjarstjórnar en viðurkenningin er veitt einu sinni á hverju kjörtímabili. Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir formaður Jafnréttisnefndar Seltjarnarness veitti þeim Sigrúnu Ósk Sigurðardóttur aðstoðarforstjóra ÁTVR og Helgu Unni Jóhannsdóttur aðstoðarverslunarstjóra Vínbúðarinnar á Eiðistorgi við hátíðlega athöfn á bókasafninu að viðstöddum fulltrúum jafnréttisnefndarinnar og ýmsum gestum. Jafnréttisviðurkenning Seltjarnarness er veitt fyrirtækjum fyrir að sýna jafnréttismálum sérstakan alhug í verki.

Karl Pétur Jónsson, Sigrún Ósk Sigurðardóttir, Snorri Aðalsteinsson, Guðrún B Vilhjálmsdóttir, Þorleifur Örn Gunnarsson og Helga Unnur Jóhannsdóttir
Talið frá vinstri: Karl Pétur Jónsson, jafnréttisnefnd, Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, Snorri Aðalsteinsson, félagsmálastjóri, Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir formaður jafnréttisnefndar Seltjarnarness, 

Þorleifur Örn Gunnarsson, jafnréttisnefnd og Helga Unnur Jóhannsdóttir, aðstoðarverslunarstjóri Vínbúðarinnar á Eiðistorgi

Vínbúðin Eiðistorgi er ein af verslunum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins en fyrirtækið rekur vínbúðir í flestum þéttbýliskjörnum landsins. Vínbúðirnar hafa sett sér jafnréttisáætlun og starfa eftir henni. ÁTVR er með jafnlaunavottun PwC og innleiðing á jafnlaunastaðli ÍST 85:2012 stendur yfir og er stefnt að vottun á þessu ári.  Leiðarljós jafnréttisáætlunar ÁTVR er að allt starfsfólk ÁTVR njóti sömu virðingar og hafi jafna stöðu innan fyrirtækisins. ÁTVR telur mikilvægt að unnið sé að jafnrétti með því að nýta til jafns þann auð sem felst í menntun, reynslu og viðhorfum kvenna og karla. Meðal annars verði unnið gegn viðhorfum sem leiða til aðstöðumunar kvenna og karla.

Í fyrirtækinu er jafnréttisfulltrúi sem sér um að fylgja jafnréttismarkmiðum og áætlun fyrirtækisins eftir auk þess að vera ráðgefandi fyrir stjórnendur og starfsfólk. Jafnréttisfulltrúi gerir árlega úttekt á framkvæmd jafnréttisáætlunar og skilar greinagerð um hversu vel hefur tekst til.

ÁTVR fékk Gullmerki í jafnlaunaúttekt PWC árið 2016 í annað skipti. Launamunur er innan við 0,5 og skýringarhlutfall var mjög hátt eða um 95%. ÁTVR fékk engar athugasemdir við úttektina og þurfti ekki að gera neinar sérstakar úrbætur eða breytingar til þess að hljóta. Gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC er mikilvæg viðurkenning á stefnu fyrirtækisins um að konur og karlar skuli alls staðar metin að jöfnu. Að auki er kynjahlutfall bæði stjórnenda og starfsmanna mjög jafnt í fyrirtækinu. 

Seltjarnarnesbær óskar Vínbúðinni á Eiðistorgi og ÁTVR innilega til hamingju með viðurkenninguna og vel unnin störf í jafnréttismálum almennt. 

Senda grein

Fara í tilkynningar


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: