Tilkynningar
Breyting á biðskyldu við gatnamót Bygggarða og Norðurstrandar.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkti á fundi sínum, dags. 26. febrúar sl., að færa biðskyldu frá Norðurströnd yfir á Bygggarða.
Breytingin hefur verið auglýst í Stjórnartíðindum og staðfest af Lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins og tók nýverið gildi þegar að biðskyldumerki var sett upp við Bygggarða gagnvart umferð um Norðurströnd.